Kvenlegt

usbLjósmæður eiga allan minn stuðning. Þar höfum við enn eina kvennastéttina sem á undir högg að sækja.

Ég er argasti femínisti.

Samt hugnast mér ekki sú tegund femínisma sem vill ekki kannast við að konur geti verið kvenlegar.

Eða karlar karlmannlegir.

Ég held að til sé nokkuð sem heitir kvenleg mýkt, kvenleg hlýja og kvenleg smekkvísi.

Og mér finnst karlmannlegt að vera nagli.

Fyrir nokkru var mér boðið í mat.

Karlmannlega veitt hreindýr var borið á glæsilegt veisluborð. Öllu var þar smekklega upp stillt. Munnþurrkunum raðað á matardiska af kvenlegum yndisþokka.

Það kom mér því nokkuð á óvart þegar karlinn reyndist hafa lagt á borð og nostrað við servíetturnar.

Konan hans veiddi á hinn bóginn hreindýrið.

Gott ef hún snéri það ekki úr hálsliðnum.

(Myndin er af því sem kallað er "kvenkyns USB-tengi")


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband