Egils saga og Evrópusambandið

Ég velti fyrir mér hvort þessi tilvitnun í Egils sögu geti verið innlegg í umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir er á mörkina ortu og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir.

En af þessari áþján flýðu margir menn af landi á brott og byggðust þá margar auðnir víða bæði austur í Jamtlandi og Helsingjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnar skíði, Írland, Normandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband