5.9.2008 | 22:37
Reykjavíkurflugvöllur
Kostuleg umræða á sér stað á bloggsíðu Egils Helgasonar. Umræðuefnið er Reykjavíkurflugvöllur, hvort hann eigi að vera eða fara og þá hvert.
Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því en oft finnst mér menn tala um þetta mál af ótrúlegum hroka og skilningsleysi.
Hvað erum við landsbyggðarpakkið að þvæla þetta til Reykjavíkur?
Frekjan í okkur!
Einhverjir benda á að ekki sé flugvöllur í miðborg Kaupmannahafnar - og í fæstum höfuðborgum heimsins.
Það er reyndar alveg rétt.
Í flestum höfuðborgum heimsins eru á hinn bóginn brautarstöðvar einhvers staðar miðsvæðis. Þangað koma járnbrautarlestir. Meðal annars utan af landi.
Brautarstöðvar eru hafðar miðsvæðis í höfuðborgum til að landsmenn hafi greiðan aðgang að þjónustu og stofnunum sem eru í öllum almennilegum höfuðborgum.
Engin brautarstöð er í Reykjavík. Það á sér þá augljósu skýringu að engar járnbrautarlestir eru á Íslandi. Hér fara samgöngur fram með öðrum hætti.
Þess vegna er flugvöllur í Reykjavík.
Fróðlegt væri að sjá viðbrögð Dana ef fram kæmi tillaga um að leggja af lestarsamgöngur til Kaupmannahafnar.
Myndin með færslunni er af lest á brautarstöð.
Athugasemdir
Góður pnktur og ekki vanþörf á sýnist þetta "lið" þarna vera að leita að einhverju sem að það hefur ekki hugmynd um hvað er fólkið er löngu byrjað að "flytja" flugvöllinn áður en nokkur kjaftur hefur fundið honum samastað. Er ekki rétt á að finna vellinumnýtt svæði áður en menn fara að ræða þennan flutning svo að þetta virki nú trúverðugt - Ótrúlegt að þeta mál hljómar en eins og eitthvert kosningloforð semenginveit hvernig á að fara með - ekkert frekar en reyndar margt annað þarna í Reykjavík - bullið þarna náttúrulega búið að vera með ólíkindum og það munu líða mörg ár trúi ég áður en að menn og konur, best að leyfa þeim fljóta með, ná aftur fullumfókus þarna. - en góður punktur hjá þér Svavar.
Gísli Foster Hjartarson, 6.9.2008 kl. 16:35
Og það er ekkert smá pláss sem brautastöðvar taka,og örugglega dýrt byggingar pláss.Nei flugvöllurinn á ekki að fara neitt,bara vera þar sem hann er.
María Anna P Kristjánsdóttir, 6.9.2008 kl. 17:13
Mikið er ég sammála þér . Vona svo sannarlega að Reykjavíkurvöllur fái að vera þs hann er.
Það er ekki langt síðan að aðalflugvöllur Oslóar var fluttur úr borginni þe frá Fornebu og uppá Gardemoen en í Noregi er líka gott lestarkerfi.
guðrún una jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:59
Það væri langbest að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og koma upp hraðlest frá Keflavík til Reykjavíkur. Brautarstöðin þarf ekki að taka mikið pláss, gæti verið neðanjarðar. Hraðlest notar innlendan orkugjafa, rafmagn.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 6.9.2008 kl. 21:38
Flott færsla. Við verðum nú líka að skilja það dreifbýlisfólkið að það truflar samræður á kaffihúsum í miðbænum þetta flug yfir miðbænum Það er rétt að bæði í Köben og Oslo er gengið úr flugstöð í lest sem er eldsnögg í miðbæinn. Ekki saman að jafna. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:56
Sæll félagi Svavar!
Engar sterkar skoðanir hér heldur og þar með ekki að hann sé óbifanlegur þar sem hann er nú. Held satt best að segja að þetta verði svona nokkurn vegin framtíðin og ekkert fjarlæg sem þjónn listgyðjunnar hann Hlynur tíundar hérna og eiginlega furðulegt finnst mér að menn hafi þráast svo lengi við að skoða og koma slíkum hugmyndum í framkvæmd.SVo liggur líka ákvörðunin fyrir þó menn vilji misjafnlega viðurkenna það og helst gleyma ellegar, að borgarbúar kusu um völlin og samþykktu að færa hann úr Vatrnsmýrinni.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.