Virðing fyrir tjáningarfrelsinu

malfrelsiMaðurinn lifir og hrærist í samfélagi. Samfélagið verður til fyrir samskipti. Tjáningarfrelsið er því einn grundvallarþáttur mannlegs samfélags.

Umræðan um tjáningarfrelsi er gjarnan dálítið einhæf. Snýst um hvað megi segja. Hvað megi gagnrýna. Hversu langt megi ganga.

Þegar rætt er um tjáningarfrelsi verður að skoða ýmislegt fleira.

Hvaða tök hefur fólk á að tjá sig og nýta sér frelsi sitt til tjáningar? Hvernig er umræðumenningin í samfélaginu? Hvetur hún til tjáningar?

Eða höfum við skapað okkur umræðukúltúr sem þaggar niður í fólki fremur en að fá það til að taka til máls?

Síðastnefnda spurningin er sérstaklega ágeng þegar um er að ræða minnihlutahópa sem hafa öðruvísi skoðanir og viðhorf en fjöldinn.

Tungumálið er meira en samskiptatæki. Það býr til ímyndir sem hafa áhrif á hvernig við skynjum veruleikann.

Sú ímynd sem fólk hefur í samfélaginu, hópar eða einstaklingar, ræður miklu um möguleika þess til að tjá sig og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni.

Þegar við útbreiðum óhróður um fólk og gerum því upp skoðanir getur verið að við séum að nota tjáningarfrelsi okkar til að skerða tjáningarfrelsi þess.

Mér finnst sérstaklega sláandi þegar slíkt er gert af þeim sem útnefna sig sjálfa riddara tjáningarfrelsis og lýðræðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Látum okkur sjá, væntanlega er enn harðlæst á mig (tjáningarfrelsið).

Þennan pistil má lesa beinlínis sem gagnrýni á árásir ríkiskirkjunnar í garð þeirra sem hana gagnrýna.  

Takk fyrir.

Matthías Ásgeirsson, 12.9.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Skrúfum frá tjáningarfrelsinu, Matthías. Ef þú vilt skilja pistilinn þannig er þér það guðvelkomið.

Svavar Alfreð Jónsson, 12.9.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það er rétt hjá þér, Hallgerður, að sumir hafi betri tækifæri á að nýta sér tjáningarfrelsið en aðrir, t. d. með greiðum aðgangi að fjölmiðlum. Ég er smeykur um að þau sem eru búin að fá á sig hryðjuverkamanna- og öfgatrúarstimpilinn hafi ekki sömu möguleika til að nýta sér tjáningargfrelsið og treysti sér síður til þess að taka til máls.

Svavar Alfreð Jónsson, 12.9.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband