Strákar frá Kleifum

srb0107[1]Í gćrkvöld steig á sviđ í Allanum hér á Akureyri ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum, South River Band. Međlimir hennar eru allir á einhvern máta tengdir Kleifum í Ólafsfirđi. Sér í lagi Syđri-Á ţađan sem bandiđ fćr nafn sitt. Kannski ţó síst fiđlu- og gítarsnillingurinn Matthías Stefánsson sem er frá Akureyri. Ađ vísu bjó hann ţar í Kleifargerđi.

Kleifastrákarnir eru frábćrir hljóđfćraleikarar. Ţeir leita víđa fanga í tónlist sinni en á heimasíđu sinni segjast ţeir spila blöndu af tónlist frá Balkanskaganum, norrćnni ţjóđlagamúsík, keltneskum ţjóđlagastíl, bandarísku blúgrassi blandađ suđrćnum blć og hugsanlega eitthvađ annađ.

Ţeir flytja líka frumsamin lög og eru prýđileg tónskáld. Sungin jafnt sem leikin lög eru á efnisskránni. Textarnir hnyttnir, meirihlutinn úr ţeirra eigin smiđju.

Ţađ er talađ og sungiđ á norđlensku á tónleikum South River Band. Káin hamarshögg á steđja, péin drynjandi norđanbrim, téin karlmennskan hljóđi klćdd og mjóllllk framborin ţannig ađ ţú heyrir hana gutla í könnunni.

Mér finnst erfitt ađ ţegja undir tónlist South River Band. Mađur vill syngja međ. Líka getur veriđ erfitt ađ sitja međan hljómsveitin spilar. Mađur vill helst dansa. Er ég ţó danslatur.

Teljast ţetta ekki allgóđ međmćli?

Einnig verđur ađ hrósa ţeim Kleifastrákum fyrir stundvísi. Tónleikarnir áttu ađ byrja klukkan níu og hófust stundvíslega korter yfir ţegar mamma eins var komin.

Tónleikarnir fóru fram í ţví fornfrćga húsi Allanum. Fyrr á tíđ voru ţar dansleikir. Ţegar ég var strákur fór ég stundum á tombólur sem kvenfélagiđ Hlíf stóđ fyrir í Allanum. Einu sinni hreppti ég ađalvinninginn, tröllaukinn standlampa sem ég gat varla rogast međ heim.

Nú er rekinn kínverskur matsölustađur í Allanum og gátu gestir slafrađ í sig eggjanúđlum og ţvílíku góđgćti undir tónlistinni. Var ţađ góđ viđbót viđ alţjóđlegt yfirbragđ samkomunnar.

Ţeir sem misstu af South River Band í Allanum í gćrkvöld geta fengiđ sér bíltúr út í Ólafsfjörđ í kvöld. Ţar spilar hljómsveitin í Tjarnarborg kl. 21.

Ég ţakka fyrir frábćra skemmtun ţessara miklu listamanna.

Myndin međ fćrslunni er af heimasíđu SRB.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband