15.9.2008 | 11:12
Ógn við lýðræðið
You are either with us or with the terrorists.
(George Walker Bush)
Hryðjuverkaógnin er raunveruleg. Lýðræðið á sér óvini. Vestræn gildi hatursmenn.
Þetta er ekkert nýtt. Þau lífsgildi sem við aðhyllumst hafa kostað baráttu og fórnir og munu gera það.
Sú barátta fer ekki fram með því að ala á ótta og móðursýki.
Ég geri mér grein fyrir því að atburðir úr samtíðinni eru aldrei fullkomlega hliðstæðir við það sem áður hefur gerst.
En þegar reyndur og áhrifamikill fjölmiðlamaður hvetur fólk til að sniðganga heila háskóladeild vegna þess að hádegisfyrirlestur sem þar er fluttur er honum ekki að skapi, þá dettur manni í hug eitt nafn úr sögunni:
Joseph McCarthy.
(Áhugasömum bendi ég á þessa grein um hinn "nýja mccarthyisma".)
Athugasemdir
Takk fyrir þessa ábendingu Svavar. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 15.9.2008 kl. 11:43
When fascism comes to America it will be wrapped in the flag and carrying a cross.
Sinclair Lewis
Kristni er að rústa usa.. og gæti hæglega rústað öllum heiminum með.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:07
Merkilegt þegar þegar mesti strísæsingamaðir og fjöldamorðingi heimssögunar, Bush forseti USA er að berjast við smá hóp sem er bara að mótmæla óréttlæti með fullum rétti!
Hvað á það að gera? Blogga? Það á ekki einu sinni tölvur..
Óskar Arnórsson, 15.9.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.