17.9.2008 | 12:50
Náð
Við berum ábyrgð á lífi okkar og spekin segir að hver sé sinnar gæfu smiður.
Samt erum við ekki ein og þurfum ekki að ganga óstudd.
Lífið er ekki einungis verkefni þar sem allt stendur og fellur með þér sjálfum, kröftum þínum, gáfum og elju.
Lífið er ekki bara ein stór krafa.
Lífið lætur líka til þín streyma það sem byggir þig upp, endurnærir þig, hleður þig orku og blessar þig. Lífið er gefandi og miðlandi. Lífið er uppsprettulind.
Lífið á vængi sem veita skjól.
Þú þarft ekki að strita látlaust.
Þér er ekki stillt upp við vegg og af þér heimtað.
Lífið er náð.
Þegar þú finnur það hefur Lífið vitjað þín.
Þegar þú lærir að þiggja ertu lifandi.
Athugasemdir
Það getur verið erfitt að læra að þiggja - góð speki í daginn, takk fyrir.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 12:55
Sæll Svavar. mér finnst betra að gefa enn þiggja en mikið vildi ég eiga pakkann sem er á myndinni,eitthvað fallegt þar. Lífið er indislegt og gott að baða sig uppúr uppsprettulind hrein og tær.Leggjast svo með höfuðið undir væng.Og biðja Guð að gefa öllum gott líf og falleg umhverfi það er ekkert eins gott eins og að vera með fangið fullt af hamingju.Takk fyrir
Bögga (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:46
Ekki eru allir jafn heppnir og þú með lífið Svavar, fyrir mjög marga er lífið algert víti.
"Hver er sinnar gæfu smiður" er bara ekki rétt í svo mörgum tilvikum.
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 18:00
Sammála þér, doktore. Við erum ekki einu smiðir eigin gæfu.
Svavar Alfreð Jónsson, 17.9.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.