20.9.2008 | 18:24
Gullkálfar og heilagar kýr
Egill Helgason kýs að túlka skoðanir mínar á tjáningarfrelsinu þannig að ég vilji "...allsherjar bann við háði á trúarbrögð - þarmeðtalda pokapresta" eins og hann skrifar á bloggsíðu sína þann 10. september síðastliðinn.
Fimm dögum síðar skrifar Egill:
Ég hef stundum bent á að sumir prestar hafi einkennilegar hugmyndir um tjáningarfrelsi. Þeir vilja nefnilega að trúarbrögð séu stikkfrí. Að ekki megi deila á þau eða gera grín að þeim.
Þessi orð voru valin ummæli dagsins á Eyjunni.
Síðar í færslunni bætir Egill við:
Og prestarnir vilja helst sjálfir vera heilagar kýr.
Færslu Egils má lesa hér.
Eftir slíkar yfirlýsingar hlýtur þessi færsla Eyjubloggarans Einars Ben Þorsteinssonar að teljast til tíðinda.
Hún birtist fjórum dögum eftir að Egill gerði kýrnar heilögu að umtalsefni.
Mér finnst þetta soldið fyndið.
ES
Hér er enn ein færslan sem þessu tengist. Athugasemdirnar eru ekki síður upplýsandi.
Athugasemdir
Ég veit ekki með skrif Einars þessa, en ég sé ekki að neitt hafi verið ritskoðað neins staðar, fjarlægt, tekið út eða breytt með neinum hætti. Hins vegar ert þú með þetta á heilanum Svavar.
Egill (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:56
Sæll Svavar!
Þegar þú margtyggur hér á bloggsíðu þinni að málfrelsinu verði að setja einhverskonar skorður og höft.... og því fylgi einnig mikil ábyrgð... þá er ekki nema vona að menn fara að hugsa á hvaða leið þú sért.
Það beinlínis á að gera grín að trúarbrögðum. Múslímar liggja núna einkanlega vel við höggi þar er sumir þeirra telja það guðlast að birta myndir af spámanni þeirra.. sem er að sjálfsögðu tóm þvæla... Guðlast er jú ekki til því það særir á engan hátt Guð heldur þá er á hann trúa.. þ.e. þeim kann að sárna, en Guði væri alveg nákvæmlega sama ef hann væri til.
Ég tel að það ekki næga ástæðu til að hefta tjáningarfrelsi fyrir þær sakir að einhver eigi eftir að móðgast.. Þannig er jú bara grín þ.e. sá sem gert er grín að, það eru jafnan góðar lýkur á að hann móðgist en hinir hlæja.. Þetta er jú bara grín til að létta mönnum lund á amstri dagsins og hvað liggur þá ekki betra við höggi en blessuð trúarbrögðin.
Eftir því meira sem mönnum sárnar þeim mun meira á að gera grín af þeim, því það er jú einnig fyndið að mönnum skuli sárna að gert sé grín af ímynduðum vini þeirra.
Að lokum, prentfrelsi felst einnig í því að gera grín af því sem men vilja og það á ekki að vera kvöð á grínaranum að ef hann gerir grín að Íslam þá þurfi að gera grín að kristni líka.. Þannig virkar ekki prentfrelsið Svavar... Þú kannt að kalla það tvískinnung eða fordóma en ég kalla það frelsi.
Tinni (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 18:13
Tinni,
ég held þú ættir að lesa það sem ég hef skrifað um tjáningarfrelsið. Fyrir rúmri viku (12. 9.) sagði ég t. d. það einn grundvallarþátt mannlegs samfélags hér í færslu.
Svo gætir þú lesið þessa færslu og þessa.
En tjáningarfrelsið lýtur skráðum og óskráðum lögum og reglum í öllum siðuðum samfélögum.
Ég hef ekkert á móti því að menn hlæi að trúarbrögðum en er ekki sammála þér að skylda sé að hæða þau.
Mér finnst ljótt að særa fólk vísvitandi og algjör fantaskapur að sparka í liggjandi manneskjur.
Að lokum tvær tilvitanir sem þú hefðir gott af því að íhuga:
"We believe freedom of the press entails responsibility and discretion, and should respect the beliefs and tenets of all religions. "
"However, the right to freedom of expression is not absolute -- neither for the creators of material nor their critics. It carries responsibilities and it may, therefore, be subject to restrictions in the name of safeguarding the rights of others. In particular, any advocacy of national, racial or religious hatred that constitutes incitement to discrimination, hostility or violence cannot be considered legitimate exercise of freedom of expression. Under international standards, such "hate speech" should be prohibited by law."
Fyrri tilvitnunin er í sameiginlega yfirlýsingu frá Kofi Annan, Javier Solana og Ekmeleddin Ihsanoglu.
Sú seinni er frá mannréttindasamtökunum Amnesty International.
Svavar Alfreð Jónsson, 21.9.2008 kl. 21:09
Já já Svavar.. þú talar um að varasamt sé að hefta tjáningarfrelsið ofrv. en lestur þessara pistla fær maður það samt á tilfinninguna að slíkt þurfið að gera..
Þá sérstaklega þegar um er að ræða gagnrýni og því að gert sé grín að trúarbrögðum... Sem ég eiginlega skil ekki nema að vera skildi að grunnur trúarbragðanna sá ákaflega ótraustur..
Ég ætla að leyfa mér að koma með smá myndlíkingu:
Líkja má trúarbrögðum við mjóa stöng sem sá trúaði hangir í. Því heitari sem menn eru í trúnni því hærra er hangið .. Jarðtenging fjarlægist.. Sá er stendur á jörðinni finnst þessi árátta einkennileg og tekur því til við að hrista stöngina og kallar um leið, með brosi á vör, "halló manni! hvað ertu að gera þarna upp ? Komdu niður þú getur dottið og skaðað þig".. Þetta finnst þeim trúaða auðvitað ekkert fyndið því hann sveiflast til og frá skíthræddur þarna uppi og herðir jafnvel tökin en sumir láta sig síga aðeins neðar og enn aðrir, sem héngu neðar, í upphafi, átta sig oftast og sleppa takinu og koma niður á jörðina.
Þetta er svona Svavar.. og þetta er bara fyndið.. Sá er hristir stöngina er ekki að sparka í liggjandi mann heldur vekja hann til umhugsunar um tilgangsleysið að hanga þarna uppi... Skiljanlegt hefur sá trúaði aðra upplifun þ.e. hann verður auðvitað skíthræddur og hræddari (móðgaðri) því ofar hann hangir.. Vill auðvitað að það verði lagt blátt bann við því að hrista trúarstangir..
Tinni (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:04
Tinni, ég veit hvað ég hef sagt og skrifað en ræð því auðvitað ekki hvað þú færð á tilfinninguna við að lesa það.
Haltu endilega áfram að hrista stangirnar. Ég hef hvorki á móti því né hræðist ég það.
En þó að þér finnist fólk vera uppi í stöng er ekki víst að fólkið sem þér finnst vera uppi í stöng upplifi það á sama hátt. Og það er ekki víst að þín upplifun sé endilega sú rétta - þótt þér finnist það. Við getum upplifað sama hlutinn á mismunandi hátt.
Þetta er kjarni þess sem við köllum umburðarlyndi.
Svavar Alfreð Jónsson, 22.9.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.