25.9.2008 | 09:16
Kirkjur í Þýskalandi
Næstu dagana verð ég ekki við tölvu því mér var boðið í afmæli í Þýskalandi.
Gamla þorpskirkjan í Bochum-Stiepel er 1000 ára.
Verður mikil hátíð í tilefni afmælisins.
Þess má geta að fyrsta moskan í Þýskalandi var byggð árið 1915.
Nú eru þar yfir 2000 moskur.
Samt þrífst Þýskaland ágætlega.
Og þar fyrirfinnast meira að segja ennþá kirkjur þar sem prédikað er fagnaðarerindið um Jesú Krist.
Myndin með færslunni er af afmælisbarninu sem varð þess heiðurs aðnjótandi að komast á frímerki.
Athugasemdir
Síðan á 17. öld bjuggu gyðingar í Bochum og Stiepel, en eins og þú veist var það upp á náð Drottins og annarra herra, sem trúðu á annað fagnaðarerindi. Í Bochum, eins og víða annars staðar, var ráðist á samkunduhús gyðinga í nóvember 1938. Því var rústað.
Jú, 2000 moskur eru nú í Þýskalandi (og meira að segja 20 í Bochum), og ekki býst ég við því að Þjóðverjar ráðist á þær á einhverri Kristalnóttu eins og þegar þeir réðust á gyðingana og hús þeirra árið 1938.
Það tel ég reyndar víst, því það eru ekki Þjóðverjar, heldur öfgafullir múslímar um allan heim, sem kalla á eyðingu gyðinga og ríkis þeirra, sem var m.a. byggt á rústum eyðilegginga fólks í því landi sem þú sækir nú heim.
"Boykott" er nú mest notaða vopnið geng Ísraelsríki. Ísrael reis upp úr rústum þess 1000 ára haturs kirkjunnar og síðar nasismans í garð gyðinga. Nú, eins og á 4. áratugnum, er verið að "boykotta", sniðganga og spýta á Ísrael og gyðinga.
Það eru ekki Þjóðverjar, en því miður múslímar, sem eru iðnastir við kolann þessa dagana. Þeir standa í pontu hjá SÞ og lýsa yfir kenndum sínum gegn Ísrael og gyðingum og viðurkenna ekki ríkið sem varð til í kjölfarið á síðustu útrýmingaröldunni. Gleymdu heldur ekki, Svavar, að múslímar voru hvattir til þess af sumum leiðtogum sínum að berjast í röðum SS, og gerðu þeir það margir með gleði.
Reyndu svo að ná í þessa bók (sjá mynd) meðan þú ert i Þýskalandi, og íhuga málið aðeins betur, áður en þú lýsir þinni skoðun á því hvernig Þýskaland mun bregðast við múslímum í landi sínu. Gyðingar lifðu lafhræddir og upp á náð í aldaraðir. En kannski er rétta leiðin að skipa fólki fyrir eins og íslamistar gera í dag. Það kallar kannski á virðingu Þjóðverja? En það held ég ekki. Þjóðverjar eru búnir að læra af mistökum sínum, flestir hverjir.
Meðan þú ert í Bochum gætirðu rennt við og skoðað nýja samkunduhús gyðinga þar í borg.
Ekki var umburðalyndi allra í Bochum við byggingu samkunduhússins mikið. Her er mynd af aumingjunum/nýnasistunum sem mótmæltu:
Þau hittir þú ekki fyrir þegar 20 moskur voru reistar í Bochum, síra Svavar!
Farður svo og kynntu þér af hverju lögregluyfirvöld í Bochum réðust til atlögu á Khaled bin Walid moskuna i Bochum fyrir nokkrum árum. Ástæðan var, að moska sú hafði verið einn af helstu samastöðum eins af morðhundunum í 9/11 hryðjuverkaárásinni árið 2001.
Góða ferð í leit þinni í Þýskalandi, síra Svavar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2008 kl. 11:22
Við skulum vona að heimsbyggðin öll gleymi aldrei þeim hörmungum sem gyðingar þurftu að þola. Vonandi þarf sagan ekki að endurtaka sig til að við lærum af henni.
Þakka góðar óskir, Vilhjálmur.
Svavar Alfreð Jónsson, 25.9.2008 kl. 11:49
Þessar stærðfræðispurningar hræða mig alltaf :S
Takk fyrir innlitið um daginn, þótti svo vænt um það. Góða ferð heim.
Kv
Magga litla
Magga frænka (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.