15.10.2008 | 22:41
Trúin er verkjastillandi
Lengi hafa vísindamenn rannsakað verki. Eitt af því sem í ljós hefur komið er að umfang verkja ákvarðast ekki einvörðungu af því líkamlega heldur skiptir líka máli hvernig unnið er úr þeim í heilanum.
Vísindamenn hafa leitað leiða til að gera okkur betur hæf til að þola verki. Hópur vísindamanna við háskólann í Oxford í Englandi beindi í því skyni ljósinu að trúnni.
Niðurstaða þeirra er: Trúarlegar tilfinningar eru verkjastillandi.
Trúin örvar stöðvar heilans sem tengjast öryggistilfinningu. Trúin hefur þau áhrif á svæðið að það sendir boð til annarra svæða heilans í því skyni að gera sársauka bærilegri.
Svipað gerist með óttann. Trúin hjálpar heilanum að takast á við hann, segja vísindamennirnir.
Talsmaður vísindamannanna, taugasérfræðingurinn Katja Wiech, segir markmið rannsóknarinnar ekki það að sýna fram á gildi trúarinnar sem verkjalyfs. Niðurstaðan sé sú að trúin sé ekki einungis andlegt fyrirbæri heldur merkjanleg í heilastarfsemi mannsins.
Frá þessari rannsókn er sagt í vefútgáfu hins þýska Rheinischer Merkur.
Myndin: Maríumyndir komu við sögu í rannsókninni í Oxford.
Athugasemdir
Mér finnst þetta ekki alvitlaust Alfreð. Þó þannig að maður framvísar ábyrgð. Svona eins og meðvirka atferlið gerir okkur kleyft. Dreifð ábyrgð mundu stjórnmálamenn segja.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:34
Er einhver munur á slíkri trú, er einhver munur á að trúa á stokka og steina og td Jesú.
Best af öllu hlýtur að vera að trúa á sjálfa(n) sig....
Trúarlegar upplifanir má búa til á tilraunastofu með rafsegulbylgjum... margir upplifa trúarlegar kenndir eftir flogaköst.
Segir þetta eitthvað um að trú sé náttúruleg eða hafi einhvern æðri tilgang... neibbs
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:05
Nú er ýmislegt sem er hægt að segja um þessa rannsókn og þá sérstaklega það hve gölluð aðferð það er að láta fólk meta eigin sársauka.
En það sem mér finnst áhugavert er þetta hjá þér:
Er þetta ekki niðurstaðan sem efnishyggjumaður myndi búast við? Semsagt að trúin sé ferli í heilanum en ekki eitthvað í ímyndaðri "sál"?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:21
Óli Gneisti: Ekki var látið nægja að láta fólk meta sjálft eigin sársauka í rannsókninni, eða eins og segir í greininni:
"Für seine Studie hat das britische Team um Irene Tracey und die deutsche Psychologin und Neurowissenschaftlerin Katja Wiech ein Experiment mit zwölf praktizierenden Katholiken und zwölf nicht gläubigen Probanden durchgeführt. Die Forscher versetzten beiden Gruppen einen elektrischen Schlag, während ihnen ein religiöses oder nichtreligiöses Bild gezeigt wurde, und nahmen per Magnetresonanztomografie ihre Hirnaktivität auf."
Wiech tekur undir að trúin sé ferli í heilanum, en bætir við að heilinn þarfnist utanaðkomandi efnis til að geta unnið á þennan hátt.
"Ich würde sagen, es ist die Macht des Gehirns, aber die braucht eben auch Futter, Material, mit dem sie arbeiten kann, und manches ist eben besser geeignet als anderes. Und diese Idee von Gott scheint gut zu funktionieren."
Svavar Alfreð Jónsson, 16.10.2008 kl. 10:30
Nú er þýskan mín slök eins og ég hef áður bent þér á. Viltu ekki snúa þessu á íslensku fyrir mig?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:35
Endursögn eftir bestu getu:
Rannsóknin var framkvæmd þannig sendur var rafstraumur í tólf kaþólikka og tólf trúleysingja. Þeim voru sýndar trúarlegar og ekki trúarlegar myndir og Magnetresonanztomografie (er það ekki segulómsjá?) notuð til að fylgjast með heilastarfsemi tilraunadýranna.
Svavar Alfreð Jónsson, 16.10.2008 kl. 10:44
En sársaukinn var bara metinn af þeim sjálfum þó að heilastarfsemin hafi verið kortlögð.
Ég var eiginlega meira forvitinn um seinni tilvitnunina.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:49
En allavega er lítið um fullyrðingar í greininni sjálfri sem var birt í fræðiriti. Þar er líka bent á fjölmargt sem gæti haft áhrif á niðurstöðurnar.
Sjálfur myndi ég vilja gera samanburðarrannsókn. Við fáum 12 manns sem eru Queen aðdáendur og 12 sem eru ekki hrifnir af Queen. Við látum þá hlusta á brot úr Bohemian Rhapsody og látum þá meta sársauka um leið og við mælum heilastarfssemina. Þá er maður komin með eitthvað sem er sambærilegt. Mig grunar að Queenaðdáendurnir kæmu svipað út og kaþólikkarnir.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:05
Mér finnst ótrúlegt að eini mælikvarðinn á sársauka í rannsókninni hafi verið mat þátttakenda sjálfra. Í greininni kemur fram að auk mælinga á heilastarfsemi hafi verið fylgst með hjartslætti tilraunadýra. Annars veit ég ekki meira um aðferðirnar en fram kemur í greininni.
Seinni tilvitnunin, endursögn á hlaupum: Wiech telur rannsóknina sýna fram á mátt heilans fremur en mátt Guðs en bendir á að heilinn þurfi fóður, efni, sem hann geti unnið með, og þá sé sumt betur til þess fallið en annað. Og þessi hugmynd um Guð virðist virka vel.
Rannsóknin var að sjálfsögðu ekki gerð til að sanna tilvist Guðs en mér sýnist hún gefa góðar vísbendingar um virkni trúarlegra hugmynda á manneskjuna og hvernig slíkt gerist.
Svavar Alfreð Jónsson, 16.10.2008 kl. 11:12
Þetta er mjög athyglisverðan pistill. Ég trúi þetta alveg útfrá mína eigin reynslu. þar sem ég get leidd verkjum hjá mér við listsköpun.Helst ef það tengist verki í mjóbakið.
Þegar ég tábrotnaði í Mexico vildi ég ekki fara til læknis fyrir en eftir heimkomu. Við heimsóttum XCaret sem er eitt merkasta stað sem ég hef komið. Við gengum um heilan dag í steikjandi hita. Mér leið svo vel og margt var að sjá. Táin var aum og fóturinn bólginn. ég fann ekki mikið fyrir verkunum en ég vissi af ástandðinu. Strax ég einbeitti mig af verkjunum, versnaði hann.
Heidi Strand, 16.10.2008 kl. 14:43
Eru vísindamenn farnir að sanna mátt trúarinnar ? Trú og vísindi eiga kannski samleið eftir allt samann
Júrí (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:49
Má ég heldur biðja um Magnyl. Það hefur ekki svona gríðarlega geðrænar, fjárhagslegar og óráðs hliðarverkanir.
Akkúrat núna Svavar, ættu prestar að hafa hægt um sig. Í stað þess eruð þið að stefna ríkinu fyrir 100 milljónum, brúkið upp 35 milljónir á ári pr. stafrsmann, eypðið þreföldu því fé, sem fer til öldrunarmála í landinu og eruð að gera við hégómann á skólavörðuholtinu fyrir 4-600 milljónir á aukafjárveitingu.
Eigið þið enga skömm til? Getið þið verið svo vænir að draga ykkur til hlés í bili? Þið gerið hvort sem er ekki nokkurt gagn.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 19:18
Rannsóknin er svo gersamlega ómarktæk og partísk. Það er engin leið að mæla trú viðfangsefnanna og svo kemur sársauki og fer í bylgjum. Það má þá að sama skapi segja að söngl sefi sársauka. Þetta hefur akkúrat ekkert með tú að gera.
Finndu fyrir okkur óháðar rannsóknir um mátt bæna. Þær eru nokkrar og sýna svo ekki verður um vilst að bænir virka ekki. Stundum, þvert á móti, virðast þær gera hlutins verri. Þannig er nú það.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 19:23
Jón Steinar sagði það sem ég vildi segja. Þessi könnun er algjörlega ómarktæk með þessu takmarkaða valda úrtaki
baddi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:30
Alltaf gott að jarðtengjast með aðstoð vantrúarsteggjanna sem segjast herskáir. Þar getur maður ávallt treyst því að ekkert breytist...minnir mig mjög á gamla sjómannatrúboðið. Maður vissi aldrei alveg hvort maður átti að dást að trúfestinni eða bara leyfa þeim að sigla sinn sjó glaðir yfir sínu. :-)
Gunný (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.