25.11.2008 | 00:28
Hver stjórnar landinu?
Margar spurningar hafa kviknað eftir atburði síðustu vikna.
Ein þeirra er: Hver stjórnar Íslandi?
Betur orðað: Hvað stjórnar Íslandi?
Ég er viss um að mikill meirihluta þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, vill landinu vel og gerir sitt besta til að vinna þjóðinni gagn á erfiðum tímum.
Samt virka þeir oft vanmáttugir og þegar kvartað hefur verið undan skorti á upplýsingum frá þeim hefur sá grunur læðst að mér að hann stafi einfaldlega af því að þeir hafi ekki umbeðnar upplýsingar.
Maður fær á tilfinninguna að það séu ef til vill ekki stjórnmálamennirnir sem stjórna landinu.
Íslensku bankarnir voru jú orðnir margfalt stærri en íslenska ríkið.
Og hér er nánast allt í eigu fárra stórfyrirtækja. Líka fjölmiðlarnir. Upplýsingagjöfin til almennings og þjóðfélagsumræðan hefur að stórum hluta verið einkavædd og rekin á markaðsforsendum.
Þeir eru að velta þessu fyrir sér í þýskum fjölmiðlum. Haft er eftir Franz Müntefering, formanni þingflokks þýskra sósíaldemókrata, að kapítalismi nútímans sé óvinur lýðræðisins. Bankamenn vilji að peningarnir stjórni. Því hafnar Müntefering. Hann vill að þeir fari með völdin sem umboð hafi til þess frá þjóðinni.
"Primat der Politik," heitir það á þýsku.
Í hinu kaþólska Rheinischer Merkur (nr. 42. 16. 10.) birtist viðtal við Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formann Evruhóps Evrópusambandsins.
Hann bendir á að ekki sé langt síðan viðskiptaheimurinn krafðist sjálfstæðis og frelsis, vildi öll höft burt og engin ríkisafskipti.
Nú hrópi þessir sömu menn á afskipti ríkisins.
Þessa dagana virðist hinu pólitíska valdi og viðskiptavaldinu vera að ljósta saman.
Ég vil búa í landi sem stjórnað er af fólki sem til þess er kosið í lýðræðislegum kosningum.
Ég vil ekki tilheyra ríki þar sem völdin eru hjá þeim sem eiga mest af peningum.
Að lokum þessi spurning: Er það fráleitt fyrirkomulag að bönkum í eigu ríkisins og á ábyrgð þess sé stjórnað af fulltrúum þess?
Athugasemdir
Sæll Svavar.
Meiriháttar titill þó við skiljum hann á sitt hvorn háttinn. Hvað stjórnar Íslandi? Er þessi þjóð reiðubúið fyrir sannleikan, eða verðum við að velta þessu fyrir okkur í nokkur ár. - Afsakið, ég þarf ekki að velta mér yfir orsökinni ef þið nennið að lesa eftirfarandi:
Íslenskir milljarðar og rússnesk fjölskyldufyrirtæki Nei. hafa borist gögn um tengsl eignarhaldsfélaganna Gaumur Holding og Meiður Holding við félögin Quenon og Shapburg.Eins og sjá má á meðfylgjandi úrklippum úr gögnum um hlutabréfaskráningar í Lúxemborg, stóðu Quenon og Shapburg á bakvið stofnun félaganna Compagnie Finansiere Atlantique du Nord, sem skiptir síðar um nafn og verður Gaumur Holding SA og Compagnie Finansiere Scandinave, sem breyttist síðar í Meidur Holding SA.Sömu félög stóðu að baki stofnun félagsins Alfa Holding, sem er í eigu rússneska ólígarkans Míkhaíl Fridman. Alfa Holding heldur utan um félög Alfa-samsteypunnar, meðal annars Alfa/Eko sem varð grunnurinn að stofnun AlfaBank, nú eins stærsta banka Rússlands og í eigu Fridmans.Mikhaíl Fridman er 20. ríkasti maður heims skv. hinum sívinsæla lista Forbes. Hann var, ásamt samsteypunni Alfa, ákærður árið 2006 fyrir stórfellt peningaþvætti og skipulagða glæpi í Bandaríkjunum, og meðal annars fyrir að hafa beitt fyrir sig þarlendum bönkum í þeirri starfsemi.Skráningargögnin frá Lúxemborg er meðal annars að finna hér: http://www.etat.lu/memorial/memorial/1998/C/Pdf/c6922609.pdf
Óskar Arnórsson, 25.11.2008 kl. 08:16
Er búin að staðsetja 3 sem höfuðpaura. Og er viss um að eg hafi rétt fyrir mér, þó það sé ekki allaf.
Hrikalega upphæðir hafa verið flutta úr landi. Vanjulegir bankastjórar upplifðu eins og himininn væri að hrynja. Millifærslur sem eru öllu óeðlilegar, engar skýringar eru með þeim stærstu upphæðum sem hafa verið sendar úr landi á síðasta áratug.
Upphæðirmar eru eins og að staðgreiða heila togaraflota. Jæja Svavar, ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ef þú vilt fá linkinn sem sýnir sköl, afsöl og fleira, verðuru að senda e-mail. Svo endur sendi ég það ef þu ert þá ekki þegar búin að fá allar þessar upplýsingar...ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, þú ert góður maður alla vega...
Óskar Arnórsson, 25.11.2008 kl. 09:07
Góður pistill
steini (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:06
'Ég er viss um að mikill meirihluta þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, vill landinu vel og gerir sitt besta til að vinna þjóðinni gagn á erfiðum tímum' ---
Ég er ekki viss hvernig þú kemst að þessari niðurstöðu, þú hlýtur að vera einstaklega réttsýnn og halda að sem þú vilt að aðrir geri þér... o.s.frv.
Sömuleiðis finnst mér almennt með ólíkindum að fólk gefi því möguleika að stjórnin hafi ekki vitað af raunástandi efnahags landsins, að bera slíkt á borð fyrir þjóðina eitt og sér krefst tafarlausr afsagnar úr starfi. Það er ekki sjálfsagt að fljúga með flugstjóra sem hefur einungis mótorhjólapróf.
Ég er með spurningu til allra sem lesa þig,
Hvað gerist ef þjóð verður lýst gjaldþrota?
Hvað er verra til en núverandi ástand, nema að sjálfsögðu Þeir halar sem eftir eiga að skella á okkur, leyniklúbburinn hlýtur að hafa enn verri mál sem ekki mega líta dagsins ljós.
Gerður Pálma, 26.11.2008 kl. 18:44
Það er komin smá grúppa "JET-SET" milljarðamæringar, sukkarar, sérstaklega kókaínistar, (Cola-klíkan) og eru flestir af þeim aldrei í blöðum eða fjöæfiðlum.
Þeir eru ískaldir, stórhættulegir bæði efnahagslega og vei þeim sem ber vitni gegn þeim.
Þeir eru á Íslandi og fljúga sumir um á einkaþotum. Kynsvall í sumarbústöðum, lifnaður sem fólk sér varla í bíómyndur, svo ógeðslegt er það..
Afbrotamenn eru settir í steinin og glæpamennirnir stjórna landinu. Sannkallað undraland fyrir alla afbrotafræðinga að stúdera...
Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.