Meistarinn um ágirndina

agirndMeistari Jón Þorkelsson Vídalín, sautjándualdar maður sem upplifði ýmsar plágur með þjóð sinni, meðal annars stórubólu, skrifaði marga fleiri snilld en sinn mergjaða og víðfræga reiðilestur.

Ég viðurkenni að oft finnst mér meira vit í eldgömlum textum en ræðum hagspekinga nútímans.

Tíunda sunnudag eftir trinitatis flutti meistari Vídalín prédikun þar sem ágirndin fær á baukinn.

Vel útmálar heilagur Paulus það skrímsli, ágirndina, er hann segir Tim 6.: Þeir sem að ríkir vilja verða, þeir falla í freistni og snörur og margar girndir, vitlausar og skaðlegar, hverjar að steypa manninum í töpun og fordjörfun. Þetta er deginum ljósara, því undir þenna skaplöst þénar svo mikið illþýði annarra lasta að varla er nokkur sú ódyggð að ei þurfi hún lið af að þiggja nær hún er mögnuð. Eins og einn stórherra þarf marga þénara, svo er og óvættur þessi. Hún tekur heila sveit af sinni kynslóð í lið með sér: lygi, rógur, bakmælgi, meinsæri, fláttskapur, undirhyggja, ofríki, og jafnvel morð og manndráp eru hennar förunautar. Það vottar postulinn skömmu síðar í þessum sama kapítula er hann segir að ágirndin sé rót alls ills, í hverja þegar nokkrir fíkst hafa þá hafi þeir villst frá trúnni og sjálfa sig í gegnum lagt með harmkvælum mörgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa þetta og hvað þetta gæti átt við í dag. Minnir mig á blaðagreinar Kiljans sem ég á í bókum þær stæðu næstum óbreyttar í dag þar sem hann skrifar um þjófélagsmál.

Samt magnað að lesa Jón Vídalín einhvern vegin hafði maður á tilfinningunni að þessi sollur hefði ekki allur viðgengist í "den" Væri nýrra tíma vandamál margt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góðan pistil! Gaman að lesa þetta og ég er ekki frá því að menn vönduðu orð sín öðruvísi hér áður fyrr.

Góð mynd af græðgini og hvernig hún lítur út í fólki ef hægt væri að taka röntgenmynd af heiðarleika hvers og eins...

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 12:34

3 identicon

Flott. Agirnd undirstaða allra lasta en sannsögli/heiðarleiki undirstaða allra dyggða :)

. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband