Þetta er allt í áttina

Undarlegt finnst mér að lesa álitsgjafa lýsa hálfgerðri vanþóknun á framboðum í formannssæti Framsóknarflokksins.

Þetta séu ungir menn og óreyndir sem vanti "vigt" eins og það er kallað.

Undanfarnar vikur hafa þessir sömu álitsgjafar talað um þörf á allsherjar hreingerningu og endurnýjun þjóðfélagsins. Ekki síst flokkakerfið þurfi þannig tiltekt.

Hvernig geta það þá verið rök gegn þessum kandídötum að þeir séu ungir, lítt þekktir og reynslulausir?

Eigum við að endurnýja stjórnmálaflokkana með sama gamla liðinu?

Ungir, óreyndir og vigtarvana frammarar fá hrós frá mér fyrir að gefa kost á sér.

Mér finnst þetta spor í rétta átt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er ekki sama fólkið & suðar um þetta um leið að tala um nýtt fólk, nýtt afl, nýtt Ísland, séra minn góður ?

Steingrímur Helgason, 6.12.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sérðu ekki hvað er í gangi hjá Framsóknarflokknum ?  Þetta snýst ekkert um hjá Framsókn að koma inn með nýtt, ungt fólk.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.12.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér fanns gott hjá Ameríska forstjóranum sem stjórnar einn alþjóðlegu fyrirtæki, að hann sagðist geta stjórnað Íslandi í kaffitímanum. Við værum ekkert flóknari enn það.

Auðvitað á að setja unga menn í sem flestar stöður og taka burtu útbrenda atvinnupólitíkusa sem eru eins og blóðtappi í þjóðarlíkamanum. Það virðist eins og margir gamlir stjórnmálajálkar séu gjörsneiddir ráði og rænu, hvað þá viti og visku.

Ég trúi á unga fólkið. Það er ekkert flókið sem þessir stjórnmálamenn eru að gera. Það þarf alla vega mikil mannaskipti og þau gætu aldrei nema orðið til góðs. Takk fyrir góðan pistil. 

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 03:15

4 Smámynd: Ingimar Eydal

Guðbjörg

Sem félagi í Framsókn vantar mig skýringu.. hvað er að gerast sem þú veist um? 

Gott innlegg hjá þér Svavar.  Nákvæmlega þetta sem flokkurinn þarf að gera til að öðlast trúverðugleika.  Margir af eldri félögum eru brennimerktir eftir samstarfið við Sjálfstæðismenn og fyrir það hefur flokkurinn goldið og hægri sveiflu nokkurra fyrrum forystumanna flokksins.

Hef t.d. mikla trú á Höskuldi, hann er heill og góður drengur eins og pabbi hans var.  Ég þekki hann amk. ekki að öðru.

Ingimar Eydal, 10.12.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband