24.12.2008 | 10:56
Jólin 2008
Þótt geisi þessi kreppa koma jól
og klukkan helgar tíðir inn mun slá.
Hún minnir á þann himins höfuðstól
sem hvorki ryð né mölur grandað fá.
Að nýju vængi fær hin forna sögn
því fjær og nær er ævintýrið sagt
og aftur fyllist hjartað helgri þögn
er heyrir það um barn í jötu lagt.
Nú birtist vonarstjarnan há og heið,
af hennar skini veröldin er kysst.
Til Betlehem hún lýsir öllum leið
og líka þeim sem kjarkinn hafa misst.
Á jólum verður gata þeirra greið
sem ganga til að finna Jesú Krist.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og bið Guð að blessa nýtt ár.
Hjartans þakkir fyrir samskiptin á árinu 2008.
Svavar Alfreð Jónsson
Athugasemdir
... fallegt hjá þér Svavar... óska þér og þínum gleðilegra jóla... takk fyrir skemmtileg skrif á árinu...
Brattur, 24.12.2008 kl. 14:16
Hugheilar jólakveðjur og þakka þér fyrir skemmtileg skrif og bloggvináttu á árinu sem er að líða
Ragnheiður , 24.12.2008 kl. 15:07
KV Bögga N.
Bögga (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 17:01
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.