14.1.2009 | 23:12
Reykur af kveik
Trúin er ekki háð þeim skilyrðum að hagstæðu atburðirnir verði og góðu hlutirnir gerist.
Trúin er miklu dýpri, víðari, hærri og lengri en það.
Til er grunn trú, þröng, stutt og lág.
Hún hjálpar ekki.
Hún kulnar um leið og okkur gengur illa. Hún kafnar í áföllunum, visnar í skortinum og deyr í mótlætinu.
Hún verður að engu í kreppunni.
Hún lýsir bara í ljósinu en þegar myrkrið skellur á er ekkert eftir af henni nema reykur af kveik.
Athugasemdir
Sæll!
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.
Góð færsla hjá þér.
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 11:58
Við erum aðþrengd, þó ekki ofþrengd, við eigum ekkert þó eigum við allt.
Góð færsla svavar og rétt er það að trúin er svo miklu meir.
Aida., 16.1.2009 kl. 22:05
Ekki trúi ég nú þessu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.1.2009 kl. 01:02
En í botnfalli myrkurs þjóðin nú finnur, ljósið sitt bjarta, trú á sig sjálfa.
Árni Sveinn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.