Ekki í mínu nafni

r11[1]Mótmælendur ögra lögreglu og við getum velt fyrir okkur hversu langt skuli ganga í þeim efnum.

En þegar upp eru rifnar gangstéttarhellur og þeim kastað í fólk sé ég enga ögrun í því. Þá er vísivitandi verið að meiða fólk - eða drepa.

Ofbeldi leiðir ekki til góðs. Það kallar á enn meira ofbeldi. Þeirra ábyrgð er mikil sem hvetja til spellvirkja eða níðingsverka jafnvel þótt slíkar eggjanir séu undir rós.

"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur," var einu sinni sagt. Stjórnvöld eru sek um að hafa sofið á verðinum meðan fjárglæframenn fengu að veðsetja þjóðina og framtíð hennar.

Íslenskir fjölmiðlar eru heldur ekki saklausir. Þeir stigu dansinn kringum gullkálfana. Hömpuðu milljarðamæringum og kyntu undir peningardýrkun. Reyndu jafnvel að hindra máttleysislega tilburði stjórnvalda til að koma böndum á viðskiptaveldi og lögum yfir þau.

Núna finnst manni ekki laust við að þessir sömu fjölmiðlar eggi fólk til ofbeldis og hryðjuverka - þótt þeir stynji sáran og beri sig aumlega ef þeirra eigin tækjum og tólum er spillt í aðgerðum mótmælenda.

Fólk er duglegt að mótmæla og fólk er duglegt að tala í nafni þjóðarinnar, segja hvað okkur hinum finnst.

En grjótkastandi skríll talar ekki fyrir mína hönd. Ég get alveg talað fyrir mig.

Á feisbúkk er hópur sem nefnist "Grímuklæddir mótmælendur tala ekki fyrir mína hönd, ég er líka þjóðin!"

Meðlimir þar voru 5.711 síðast þegar ég kíkti.

Ég get ekki talað fyrir þjóðina en þessi mikla þátttaka segir sína sögu um hana.

Út um allt land er fólk að tala saman um hvernig hægt sé að bregðast við hremmingum kreppunnar og leitar leiða út úr henni.

T. d. á fundinum sem ég fjalla um í færslunni hér á undan.

Ég vænti þess að fjölmiðlar sýni því starfi áhuga þótt þar sé hvorki kastað tómötum í hús né gangstéttarhellum í manneskjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekar fulla unglinga í djamm gír, kannski aðeins á svæðinu til að snapa fæting við lögguna.

Er þetta ekki "enginn sannur Skoti" rökvillan? Í stað þess að afgreiða þessa ólánsömu grjótkastara með þessum hætti, er ekki réttara að leggja hart að þeim að láta ekki reiði sína verða til að þeir missi öll tök á skynsemi sinni?

Eitt gott fordæmi er að finna hér.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Páll Jónsson

Svavar: Svo við höldum áfram með Facebook þá eru meðlimir í hópnum "Fordæmum mótmælendur sem beita ofbeldi og ógnandi aðferðum" nú að nálgast 10.000

Enn fremur er opinn hópur vegna fyrirhugaðra mótmæla gegn ofbeldi á sunnudaginn. 

Páll Jónsson, 22.1.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Svavar þú svo þroskaður maður átt að vita að 90-95% mótmælenda eru friðsamir mótmælendur.

Þú veist sem maður sem starfar með fólki alla daga, að alla jafna eru Íslendingar ekki ofbeldismenn.

Ég er móðir 2ja sona og mér finnst það vera hlutverk mitt að verja börnin mín.  Þeim er ætlað að bera byrðarnar en þeir sem sitja við stjórnvölinn hafa ekki axlað neina ábyrgð!

Alma Guðmundsdóttir, Lúðvíkssonar.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.1.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, tek undir með  Ölmu og vara líka við greinilegri tilhneigingu til að sverta mótmælendur með þessum fáu, t.d. Björn Bjarnason (sem hreinlega veltir sér upp úr saurnum) og lögreglumenn í samþykkt sinni. Minni líka á konu lögreglumannsins í Kastljósi í kvöld sem sem bókstaflega kennndi dómsmálaráðherra um að nota lögregluliðið sem skjöld fyrir ráðleysi stjórnarinnar (eða eitthvað í þá áttina).  Valdstjórnin, og lögreglan er hluti hennar (það er hreinn þvættingur að lögreglan sé ''bara að vinna vinnuna sína') er mjög útsmogið með að sverta alla þá sem sýna henni andstöðu og nú á að hefja umfangsmikil málaferli til að minna mótmælendur á valdið. Alveg eins og ég spáði fyrir í bloggfræslu.  Ekki höfum við t.d. neinar heimildir um þennan kúk og piss nema frá lögreglunni og orðum hennar er ekki endilega treystandi án skoðunar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 23:09

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst stjórnarflokkarnir hafa axlað ábyrgð að nokkru leyti, en þeir hafa ef til vill ekki verið með réttar áherslur. Við megum ekki gleyma því, að enginn er fullkominn og það gildir líka um okkar ráðamenn !

Megingalli er við helstu gagnrýnendur stjórnvalda er sá, að þeir forðast að koma með tillögur til úrbóta. Þá þyrstir í völd fyrst og fremst. Það varð fátt um svör hjá Steingrími J.Sigfússyni, er Sigmar Guðmundsson ynnti hann svara í þeim efnum í Kastljósinu í gærkvöldi ! Geir H. Haarde var hins vegar fastur fyrir og rökfastur að vanda.

Ég tel, að við,Íslendingar, eigum að halda ró okkar enn um sinn og leyfa þeim, Geir og Ingibjörgu, að leggja spilin á borðið og kjósa svo um, hvort við eigum að veita þeim umboð áfram til að leiða þjóðina út úr vandanum.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.1.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband