8.2.2009 | 21:53
Nornaveiðar veraldarhyggjunnar
Í prédikun dagsins fjallaði ég m. a. um nornaveiðar en sú iðja nýtur vaxandi vinsælda.
Ég studdist við greinarkorn eftir Nathalie Rotschild á bresku vefsíðunni spiked.
Fyrirsögn greinarinnar er:
A secular witch-hunt in western England
In backing the suspension of a nurse who offered to pray for her patients, New Atheists have become the new inquisitors
Þetta eru athyglisverð skrif sem lesa má hér.
Athugasemdir
Hvaða "nornir" er verið að veiða þessa dagana Svavar; og hverjir eru á veiðum ?
Kveðja.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:26
Bíddu við, þeir sem telja að þeir sem sinna heimahjúkrun eigi ekki að halda trú að umbjóðendum sínum eru á einhvern hátt sambærilegir við rannsóknarréttinn sem pyntaði fólk.
Já, það meikar sens. Megum við ekki lesa prédikun þína. Það hlýtur að vera stórkostleg lesning.
Matthías Ásgeirsson, 8.2.2009 kl. 22:30
Aðal nornin verður núna neydd til að taka sín eigin meðul.
Sjá góða sanmantekt á illvirkjunum.
http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/798467/
Menn uppskera eins og þeir sá !
Jón (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:53
Yfirvöld hafa reglur sem eiga að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn sem heimsækja fólk séu að stunda trúboð. Konan brýtur þessa reglu og þess vegna fær hún skammir.
Mér finnst frekar undarlegt að reyna að líkja þessu við ofsóknir og enn undarlegra að reyna að klína þessari ákvörðun stjórnvalda á trúleysingja
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.2.2009 kl. 22:57
Það hefur reglulega sést í rannsóknum á virkni fyrirbæna að það hefur neikvæð áhrif á batahorfur sjúklinga að segja þeim að beðið sé fyrir þeim, væntanlega af því að það gerir þá svartsýna. Frá því sjónarhorni er þetta ekki bara til að verja einföldustu réttindi sjúklinga heldur er þetta beinlínis gott fyrir heilsu þeirra.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:10
Bara til viðbótar Svavar minn, áður en þú tapar þér alveg í þessu ad hitlerum, þá gildir það sama um fólk, sem nýtti sér aðstöðuna til að boða trúleysi eða stjórnmál, auglýsa varning etc.
Hlutleysi í opinberu starfi er mikilvægt. Einhver heilbrigðisstarfsmaður gæti t.d. talið það nauðsynlegt að slátra hænu og smyrja sjúklinginn blóði, kveikja í reykelsi eða kyrja upp úr Kóraninum epa Vedabókunum, af því að samræmdist einlægri trú viðkomandi og meintri andlegri skyldu. Líttu þér nær. Það er komin tími til að setja reglur gegn trúalegu eða hugmyndafræðilegu áreiti. Fólk á rétt á að vera í friði, biðja sjálft eða að biðja um fyrirbænir handa sjáfum sér ef það er haldið þeirri grillu að það virki.
Það er hlægilegt þegar þið þessir fulltrúar valdamikillar auðstofnunar farið að reyna að selja ykkur sem fórnarlöm sömu ofsókna og eiga sér uppruna í ykkar sögu. Það er kominn tími til að þið lærið ykkar takmörk.
Ég fékk í síðustu viku í fjölpósti litskrúðugan bækling frá Aðventistakölti, sem boðaði heimsendi og setti það í samhengi kreppu og heimsviðburða nú, sem í engu eru frábrugðir viðburðum sögunnar yfirleitt. Þetta var skelfingarboðskapur, sem miðaði að því að hræða auðtrúa, veikburða, örvænta unga og einmanna til fylgilags við þetta költ. Mér fannst það jaðra við lögreglumál og það sérstaklega þegar Íslandspóstur tekur að sér slíka dreifingu og treður þessu óumbeðið innum lúgur fólks. Till þess að komast hjá þessu þarf að segja sig frá fjölpósti og neita sér um allt það, sem fólk telur koma sér að gagni þar, eins og t.d. tilkynningar um messur og kirkjulega viðburði.
Ekki veit ekki hvort þú fékkst þetta sent, en tel það líklegt og spyr þig því: Fannst þér þetta í lagi?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 00:07
Mig langar svo til viðbótar að spyrja þig hvort þú vitir til þess að til standi að skera framlög til ríkiskirkjunnar um 10% eins og stefnan er í öllum ríkistofnunum öðrum, eða hvort spurst hefur umm launalækkun biskups og presta í anda sömu aðgerða? Bara svona fyrir forvitnissakir.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 00:11
Það hefur reglulega sést í rannsóknum á virkni fyrirbæna að það hefur
neikvæð áhrif á batahorfur sjúklinga að segja þeim að beðið sé fyrir þeim,
væntanlega af því að það gerir þá svartsýna. Frá því sjónarhorni er þetta
ekki bara til að verja einföldustu réttindi sjúklinga heldur er þetta
beinlínis gott fyrir heilsu þeirra.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 00:15
Rökleiðslan er ótrúleg, þar sem vitnað er í bók Dawkins og það sett í samband við argumentið, sem auðvitað er ekki tilfellið.
"Indeed, in his book The God Delusion, Professor Richard Dawkins, the crème de la crème of the New Atheists, repeated the rather hackneyed argument that religion has, throughout history, been the root of all manner of evils, including crusades, wars, terrorism – and witch-hunts. "
Orðið Hackneyed þýðir samkvæmt Webster: Lacking freashnesh and originality.
Einmitt það... Semsagt þetta eru semsagt nornaveiðar af því að Dawkins er svo fúll og ófrumlegur að minnast á nornaveiðar í bók sem hann skrifaði gegn baráttu trúfélaga gegn vísindum og rökhugsun almennt.
Sérð þú þetta sem eðlilega rökleiðslu fyrir fullyrðingum vaðandi þetta mál?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 00:25
Vildi svo senda þér hér mynd, sem fjallar um prest og raunir hans innan kirkjunnar. Ekki "atheistaáróður" heldur mögnuð heimildamynd um nýliðnar hendingar. Bara svona fyrst verið er að rifja upp hendingar úr sögu kirkjunnar sem þú telur tilheyra fyrndinni.
http://video.google.com/videoplay?docid=-6637396204037343133&hl=is
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 00:34
Orðið "Nornaveiðar" er ekki nægilega ógeðfellt orð til að lýsa þeim óhugnaði sem í "verkinu fólst" og "sálarlífi þeirra sem verkið framkvæmdi".
Ekki vil ég trúa því að Íslendingar séu farnir að stunda "nornaveiðar", en þó skal ég viðurkenna að margt sem "sagt er í þjóðfélaginu" í dag er farið vekja upp spurningu um "sálarlíf manna sem orðin segja". Við gerum okkur sennilega ekki grein fyrir því hversu ástandið er slæmt og hve margir í þjóðfélaginu eru að missa tökin á, ekki bara "veraldlegum gæðum", heldur þessum "mannlegu þáttum, sálarlífinu", sem stundum getur breytt besta manni í þann versta. Ég læt fylgja með nokkrar línur úr bókinni Tilvist, trú og tilgangur sem ég er að lesa og "pæla"í þessa stundina. Ég tengi þessi orð við ástandið á Íslandi í dag og síðasta línan er ótrúlega notaleg
því öll él birtir upp um síðir, sama hversu dimm þau eru og gott er að huga að andlega þættinum á meðan þau ganga yfir.
Sjá ! Drottinn fór þar hjá, og mikill og öflugur stormur sundurtætti fjöllin og molaði klettana frammi fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum. Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftann kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum.
Og eftir eldinn barst ómur mildrar þagnar. Þar var Drottinn.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 02:34
nornaveiðar? að krefjast þess af ríkisstyrktum starfsmanni að halda sinni trú fyrir sig í stað þess að þrengja því óumbeðið upp á sjúklinga og gamalmenni?
þetta er ekki að iðka sína trú, þetta er að útbreiða sinni trú á hina veikburða. trúboð er nokkuð sem réttilega var ekki sett í starfslýsinguna hennar.
hvers vegna nægir bænaglöðu beyglunni ekki að tala við ósýnilega vininn sinn utan vinnutímans?
--
óskar
óskar holm (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 07:44
Já Svavar minn... allt sem þú stendur fyrir er að falla, enda mesta heimsböl allra tíma.
Hefur þú annars lesið biblíu?.... eða ertu kannski eins og allir kristnir, velur þér sætar setningar og dælir þeim yfir söfnuðinn... en dissar viðbjóðin.
Þú veist að samkvæmt biblíu þá hefði söfnuðurinn átt að grýta þig til bana fyrir að vinna á sunnudegi....
Það er ekki í lagi að að starfsmenn sjúkrahúsa eða whatever bjóðist til þess að fara með bænir fyrir sjúklinga/viðskiptavini, þetta sjá allir í hendi sér
DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:55
Einmitt Páll. Kannski birtist drottinn í þögninni þar sem helgislepjan endar.
Ég tek því fram að ég er ekki að hnýta í hugmyndir margra trúaðra. Þær eru margar góðar og gildar og hollar að hafa í huga. Ég var t.d. að lesa rit um sýn Albino nokkurs Luciani, sem meika algerlega sens fyrir mér. Hann var raunar páfi að nafni Jóhannes Páll fyrsti. Mig undrar ekki að hann skuli hafa verið myrtur eftir aðeins 33 daga í páfastóli.
Eitt af því sem hann gerir skilmerkilega er að greina á milli Móse og Krists sem andstæðna og kallar Móse ólýsanlegt illmenni allra verstu mannkosta og Mósebækur lygi frá rótum. Veit ekki hvort þið eruð svo helgir og heiðarlegir að kannast við ritið eins og hann.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 12:28
Það sem ég þekki til hefur bænin hjálpað fjölda fólks og haft jákvæð áhrif á þá sem veikir eru.Ég hef aldrei heyrt að bænin hafi haft slæm áhrif á líf fólks.
Á sjúkrahúsum hér á landi er fólki boðið að hafa samband við prest eða djákna við erfiðar aðstæður og fólk velur það algerlega sjálft og engan hef ég heyrt vera misboðið eða móðgað þegar því er boðið þessi þjónusta þvert á móti er fólk mjög þakklát .
Ég tek það fram að ég vinn innan heilbrigðisgeirans.
Bolla (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 12:38
Dæmigert að snúa þessu upp á múslima og pólitíska rétthugsun. Að sjálfsögðu á það sama að gilda um fólk, hvort sem það aðhyllist kristni, Íslam eða engin trúarbrögð.
Matthías Ásgeirsson, 9.2.2009 kl. 15:32
Svavar, hefurðu ekkert að segja?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.2.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.