Davíð

Ég skar samviskusamlega fituna af saltkjötinu sem ég borðaði hjá mömmu í kvöld. Enginn býr til betri baunasúpu en hún.

Davíð Oddsson skar líka dálítið af sumu sem hann sagði okkur í viðtali kvöldsins. Og feitustu bitarnir eru held ég enn í hans pottum. Það verður fróðlegt þegar lokið verður tekið af þeim, kjötið veitt upp og þjóðin fer að kjamsa á því.

Það er að koma í ljós að baunasúpan sem borin hefur verið í þjóðina að undanförnu er óttalegt glundur.

Sprengingar við heimili Davíðs og dæmalaus eltingarleikur blaðamanna við hann um Reykjavíkurborg lýsa engu öðru en einelti og ofsóknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Þú hefur nú ekki smakkað mína baunasúpu !!

Þó mér hafi fundist Sigmar dónalegur með því að grípa sífellt fram í fyrir Davíð, þá verð ég að segja að mér fannst ekki mikið varið í það sem hann sagði.

Að treysta á hann er eins og að halla sér upp að vegg sem kominnn er að falli.

TARA, 24.2.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú virðist telja að Davíð sé valinn til embættis af Guði. Fólkið í landinu (90%) vill ekki lengur hafa hann í vinnu fyrir sig og ekki heldur ríkisstjórnin. Hann neitar að fara og segir bara með hrokann í röddinni að það sé verið að reyna að eyðileggja "bankann minn".

Það er sterkur vilji til þess að brjóta upp hina flokkstengdu spillingu og vinna að því að fólk, bankar og alþjóðlegar stofnanir hafi trú á Seðlabankanum. Það er ótrúleg meðvirkni að kenna það við einelti að vilja ekki hafa starfandi formann Sjálfstæðisflokksins í stól seðlabankastjóra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Annar Akureyringur telur að notkun hugtaksins "einelti" í sambandi við aðförina að Davíð sé ekki fagleg umfjöllun.

Ég hallast frekar að þinni skoðun en hins Akureyrings sem virðist í þessu sambandi vera Gísl síns flokks;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2009 kl. 12:51

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Athugasemd Gunnlaugs er að minni hyggju ágætt dæmi um Davíðskomplexinn sem lengi hefur háð íslenskri þjóðfélagsumræðu.

Hvernig í ósköpunum getur hann fundið það út að ég telji Davíð valinn til embættis af Guði?

Ég flokka það undir einelti að hundelta einstakling um bæinn og gefa alþjóð skýrslur um staðsetningar hans, jafnvel inni á heimilum. Og ég flokka sprengingar við heimili fólks, sem miða að því að hræða það og eyðileggja heimilisfrið þess, sem ofsóknir. Mér er alveg sama hvaða stöðu fórnarlömb slíkrar mannsvonsku gegna eða hvaða flokki þau tilheyra.

Svavar Alfreð Jónsson, 25.2.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Stefán, það er sjálfsagt að deila á fólk fyrir skoðanir þess en  ef þú lest færsluna sem þú gerir athugasemd við stendur þar:

"Sprengingar við heimili Davíðs og dæmalaus eltingarleikur blaðamanna við hann um Reykjavíkurborg lýsa engu öðru en einelti og ofsóknum."

Svavar Alfreð Jónsson, 25.2.2009 kl. 19:37

6 identicon

Það virðist vera allt í lagi að leggja suma í einelti en aðra ekki. Það er sérstaklega í lagi hjá kommapakkinu  og  Hönnu Láru sem er undir verndarvæng Baugshyskisins og hennar halelúja kór   að leggja ákveðinn mann í einelti.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stefán, þú tekur stórt upp í þig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2009 kl. 21:06

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki skal ég minn kæri Svavar setja út á meðaumkun sem þú sýnir hér umræddum manni vegna neikvæðra atvika er hann snerta persónulega, þú værir ekki að rækja hlutverk þitt sem skildi annars. Hann er nefnilea aumkunarverðu að mörgu leiti og þá af fleiri orsökum en þú telur hér fram. Ágætur fulltrúi Fjelstedættarinnar gerir hér einelti að umtalsefni sem fleiri í kjölfarið á þinni notkun á orðinu og nefnir einvhern annan akureyring sem varað hefur við gáleysislegri notkun þess. Ei veit ég hver það er, en veit þó að ég hef sjálfur hvatt fólk til að gæta sín með slíka orðnotkun,varhugaverð í ljósi þess að um heilsufræðilegt hugtak er að ræða rétt eins og meðvirkni m.a. En um mig gildir hins vegar ekki, að ég sé "gísl í flokki" er ekki í neinum og hef aldrei verið! vildi láta þetta koma fram áður en lengra væri haldið.

En fleiri hugtök koma við sögu og ekki öll íslensk.

Mér þætti vænt um það Svavar, ef þú vildir útskýra almennt og betur hvað þú átt við "komplexum" varðandi umræddan mann?

Til að hjálpa þér örlítið eða til að þrengja skilgreininguna kannski, finnst þér þá til dæmis að sú skoðun að umræddur maður sé ótrúverðugur varðandi margítrekað tal sitt um aðvaranir vegna bankahrunsins, vegna þess að í opinberum gögnum frá þeirri stofnun sem hann hefur veitt forstöðu, hefur ekkert komið fram sem rökstyður það, heldur alveg öfugt, eins og lesa mátti í skýrslu Seðlabankans frá mai sl., bera vott um "komplex"?

Eða að stóryrði og sakir í garð Kaupþings hljómi dálítið undarlega í ljósi þess að, fyrir ei mjög löngu var þessi sami banki fullkomlega þess trausts verður að fá fyrirgreiðslu hjá SEðlabankanum varðandi gríðarstórt lán?

Margt annað væri nú líka hægt að tína til og lengra aftur varðandi umræddan mann, en þetta ætti að nægja fyrir þig Svavar.

En að lokum örlítið varðandi fyrra atriðið sem þú leggur til grundvallar meintu einelti í pistlinum, þá er það misskilningur hjá þér ef þú heldur að það sé eitthvert nýnæmi að opinberir embættismenn, séu eltir á röndum og þá einfaldlega vegna þess að þeir þverneita að tjá sig.Svo er alls ekki og sannarlega ekki í tilfelli umrædds. En birtingin á ferðalagi hans um borg og bí, er sjálfsagt án fordæmis, en við slíkt og miklumiklu meira áreiti búa nú menn í svipaðari stöðu í allri V-Evrópu og kallast þar ekki einelti. En seinna dæmið er auðvitað með öllu vítavert.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2009 kl. 16:22

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Magnús Geir: Mér finnst það athæfi blaðamanna að hundelta menn út um allan bæ einelti en þér finnst það ekki - vegna þess að svoleiðis einelti viðgengst úti í Evrópu.

Það minnir mig á söguna um manninn sem flutti að sunnan vestur á firði og var sífellt strjúkandi konum. Þær vestfirsku kvörtuðu undan því en maðurinn sagði sálfræðingar teldu að hann hefði bara svona ríka snertiþörf.

Þá sagði ein kvennanna: "Mér er sama hvað þeir kalla þetta fyrir sunnan, en hérna fyrir vestan köllum við þetta kvensemi."

Við erum sammála um að sprengingar við heimili manna séu vítaverðar. Ég kalla það ofsóknir.

Ég óska engum manni þess að þurfa að þola sprengingar við heimili sitt eða þola innrásir blaðamanna í einkalíf sitt.

Davíðskomplexinn lýsir sér meðal annars í því að enginn á að þurfa að þola einleti og ofsóknir -  nema þá kannski Davíð Oddsson -  og þeir sem dirfast að koma honum til varnar á einhvern hátt hljóta að vera haldnir þeirri trú að hann sé valinn í embætti af Guði almáttugum.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.2.2009 kl. 18:29

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ánægður með þig síra

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 18:51

11 identicon

Nú hefur Davíð horfið úr Seðlabankanum.  Ekki ætla ég að leggja dóm á störf hans þar eða hans undirmanna.  Ég hef hins vegar örlítið velt því fyrir mér hver sé næstur á "lista hinna fordæmdu" eða er voru kannski ekki fleiri á listanum.  Ef svo er þá ættu vandamál þjóðarinnar væntanlega að hverfa innan mjög langs tíma því allt er nú í góðra manna höndum sem ekkert vissu um aðdraganda "kreppunnar" og tóku ekki þátt í einu né neinu þrátt fyrir "valdamikil" störf.  En svona til að fá fólk til að hugsa á minn hátt sem er nú kannski ekki alltaf gáfulegt þá langar mig til að benda á nokkur "störf" sem voru til fyrir kreppu og eru ennþá til.  Á bak við þessi "störf" eru persónur líkt og er á bak við störfin í Seðlabankanum og hugsanlega væri hægt að bæta þeim persónum á "ofangreindan lista", þó ekki væri nema til að fá "útrás fyrir geðsmuni sína"  Ég gerist svo djarfur að benda á nokkur "störf" af nægu er að taka;

Útrásarvíkingar (c.a. 30 - 40 stk.), núverandi og fyrrverandi ráðherrar, forsetinn, núverandi og fyrrverandi alþingismenn, núverandi og fyrrverandi bankaráðsmenn og bankastjórar, núverandi og fyrrverandi embættismenn og hugsanlega undirritaður ásamt mörgum öðrum.

Þessi samlynda 300 þúsund manna þjóð sem býr á Íslandi ætti nú ekki að vera í vandræðum með að finna einn eða fleiri til að bæta á listann og þá getum við "drepið tímann" á meðan kreppan stendur yfir og rekið fleiri frá störfum með einhverri tegund af "elti". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband