Mannvonska í skólum landsins

kidsoup[1]Í dag hitti ég glöggan borgara í mollinu. Talið barst um víðlendi áður en það náði að þéttast um skólamáltíðir.

Við vorum sammála um að þær ættu ekki að kosta neitt.

"Hugsaðu þér," sagði viðmælandi minn, "tveir sjö ára guttar búa hlið við hlið. Foreldrar annars eiga pening en hins ekki. Annar fær heita máltíð í hádeginu í skólanum. Hinn horfir á og verður að láta sér nægja þurra og kramda ostasamloku."

Þetta er ósköp einfalt:

Við eigum ekki að ala börnin okkar upp við að þeir ríku fái að borða en hinir ekki. 

Það er með ólíkindum að þannig ranglæti og mannvonska skuli líðast í skólum landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Við hin erum ekkert í mollinu og erum bara úti á landi að vinna og eitthvað svoleiðis.  Börnin í skólanum.  Er það ekki bara ágætt fyrirkomulag?

Helgi Kr. Sigmundsson, 26.3.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

heyr

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 09:01

3 Smámynd: Jón Stefánsson

Sammála greininni. Þetta mætti líka auðveldlega heimfæra upp á starfsemi presta í skólum landsins: 

Um daginn hitti ég glöggan borgara í netheimum. Talið barst um víðlendi áður en það náði að þéttast um skólastarf.

Við vorum sammála um að allir nemendur ættu þar að vera jafnir.

"Hugsaðu þér," sagði viðmælandi minn, "tveir sjö ára guttar búa hlið við hlið. Foreldrar annars ástunda rétt trúarbrögð en hins ekki. Annar fær að taka þátt í skólastarfinu. Hinn er dreginn út úr bekknum á meðan."

Þetta er ósköp einfalt:

Við eigum ekki að ala börnin okkar upp við það að þú þurfir að hafa rétta trú til að fá að taka þátt og vera með.

Það er með ólíkindum að þannig ranglæti og mannvonska skuli líðast í skólum landsins. (1 2 3)

Jón Stefánsson, 26.3.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér athugasemdina, Jón, en samlíking þín er að mínu mati býsna langsótt.  Þó að ég vilji að skólamáltíðir séu fríar finnst mér fráleitt að börn séu skylduð til að borða þær. Vilji, geti eða megi einhver börn ekki taka þátt í þessum hluta skólastarfsins er að mínu mati engin ástæða til að neyða þau til þess. Sum hafa ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum. Önnur börn mega til dæmis ekki borða svínakjöt af trúarástæðum. Að sjálfsögðu eigum við að sýna börnum umburðarlyndi og virðingu - líka trúarskoðunum. Við skulum svo halda okkur við efnið: Eiga skólamáltíðir að vera fríar? Trúin og skólarnir er efni í alveg sérstaka færslu.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.3.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Jón Sigurðsson

Það er ekki rétt að tala um ókeypis máltíðir því allt kostar. Þetta er spurning um samneyslu og skattlagningu. Eitt er ljóst í okkar samfélagi að þar má enginn líða skort hverju nafni sem hann nefnist.

Jón Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 10:07

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Rétt hjá þér, Jón Sigurðsson, skólamáltíðir kosta pening og það gerir skólahaldið líka. Skólahúsnæði, laun kennara og námsgögn, svo nokkuð sé nefnt. Samt mismunum við ekki nemendum af efnahagsástæðum hvað það varðar. Skólinn er ókeypis. Mín skoðun er sú að það sama eigi að gilda um skólamáltíðirnar.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.3.2009 kl. 10:12

7 Smámynd: Aida.

Auðvitað á skólamaturinn að vera á kostnað ríkissins, ef má segja ríkisins þvi við erum ofrukkuð á skatta fyrir ymsa hluti sem aldrei, tek það fram aftur ALDREI skilar sér neitt.

Góð færsla og góð rök, svo byð ég þér að lita á mig við tækifæri, erum nú bloggvinir.

Blessi þig Svavar og Drottinn verndi þig og varðveiti í Jesú nafni.Amen.

Aida., 26.3.2009 kl. 15:17

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Heyr Heyr Svavar. Alveg sammála þessu. Í Finnlandi þá var skólamáltíðin oft sú eina sem fátækari börn fengu í kreppunni og mikilvægt að brugðist verði fljótt við  og öllum börnum tryggð þessi máltíð, sérstaklega á þessum erfiðu tímum.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 15:38

9 Smámynd:

Alveg sammála þér Svavar. Auðvitað eiga öll börn að sitja við sama borð hvað skólamáltíðirnar varðar. Ef nýta á skattana okkar til þarfra hluta þá er þetta eitt af því þarfara.

, 26.3.2009 kl. 19:01

10 identicon

Það má líka benda á að sumir nemendur eru hreinlega vannærðir sökum matvendni, einhæfs fæðis og þess að vera illa nesti búnir.

 Það eru mörg börn í þeim hóp sem eru að auki með slakar heimilsaðstæður.  Við höldum þeim orðið lungað úr deginum í skólanum og berum ábyrgð á uppeldi þeirra á meðan þau eru í skólanum. Að venja sig á heilbrigt mataræði ætti að vera hluti af því uppeldi.

Bragi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:12

11 Smámynd: Brattur

... er þetta ekki einmitt það sem við jafnaðarmenn viljum? ... gott að Frjálshyggjupostularnir voru ekki búnir að einkavæða skólana...

Brattur, 26.3.2009 kl. 22:24

12 Smámynd: Bumba

Ja hættu nú að snjóa, hvert erum við að stefna Íslendingar, öll framlög um velferð barna skorin við nögl sem og aldraðra og  fatlaðra. Um máltíðir í skólum landsins handa börnum á bara ekkert að ræða, gefum börnunum ókeypis heitar máltíðir. Hverskonar hártogunarstefna er þetta eiginlega. Skammarlegt eins og svo margt annað. Ef vantar peninga ætti byrja á því að skera niður við þessi valdasjúku möppudýr mörg hver, með þeirra endalausa kontróll og skýrslufærslum oft um hluti sem engu máli skiftir. Kostar samfélagið mikla fjármuni. Með beztu kveðju.

Bumba, 27.3.2009 kl. 08:33

13 Smámynd: TARA

Börnin eiga að vera jöfn...fá sama mat og geta tekið þátt í því starfi sem í boði er..burtséð frá efnum foreldranna...

TARA, 28.3.2009 kl. 21:09

14 identicon

Góðar ábendingar hjá þér Svavar.

Ég er sammála því að allir hafi sama aðgang að skólamáltíðum án greiðslu.  Sennilega hefur þörfin aldrei verið meiri en nú.  Ég er ekki svo viss um að öll börn geti borðað sig södd á mörgum heimilum landsins í dag.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband