Ég lýt að blómi

blom1Síðustu tvær vikurnar hef ég ekkert bloggað. Til að skýra það kemur hér örlítil sjúkrasaga.

Í febrúar síðastliðnum fannst í mér stífluð kransæð. Ég hafði engin einkenni slíks sjúkdóms en var rannsakaður fyrst og fremst vegna tíðra hjartasjúkdóma í móðurætt minni. Þann 31. mars síðastliðinn lagðist ég undir hnífinn á Landspítalanum í Reykjavík. Aðgerðin gekk mjög vel og viku síðar var ég kominn heim til Akureyrar.

Nú staulast ég hér um og eflist með degi hverjum.

Ég hef notið blessunar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist áður en ég fékk áfall og hjartað mitt er óskemmt. Ég fékk frábæra þjónustu á Landspítalanum. Læknarnir þar eru snillingar. Þeim og læknunum mínum hérna fyrir norðan á ég lífið að þakka. Engin orð ná heldur að tjá þakklæti mitt til starfsfólks hjartaskurðdeildar Landspítalans. Það vinnur kraftaverk á degi hverjum. Guð blessi það.

Ég sendi ykkur öllum páskakveðju með sálmi sem ég hef lengi haft mikið dálæti á. Hann er eftir Þorstein Valdimarsson og er númer 410 í Sálmabók Þjóðkirkjunnar:

Ó, undur lífs, er á um skeið
að auðnast þeim, sem dauðans beið -
að finna gróa gras við il
og gleði' í hjarta vera til.
Hve björt og óvænt skuggaskil!

Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr.
Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr
- að mega fagna fleygri tíð
við fuglasöng í morgunhlíð
og tíbrá ljóss um loftin víð.

Og gamaltroðna gatan mín
í geislaljóma nýjum skín.
Ég lýt að blómi í lágum reit
og les þar tákn og fyrirheit
þess dags, er ekkert auga leit.

Ég svara, Drottinn, þökk sé þér!
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs sem má
þá stund, er fögur hverfur hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ljótt að heyra Svavar minn,en gott hvað þetta gekk vel að lækna þetta,vonandi nærð þú þér fljótt og Guð verði með þér,við komum bráðum norður og heilsum upp á þig,slappaðu nú vel af um páskana og ekki reina of fljótt á þig,biðjum að heilsa ykkur hjónakornanum,Gleðilega Páska.

Jóhannes Guðnason, 12.4.2009 kl. 13:45

2 identicon

Gleðilega páska og gangi þér sem best Svavar.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gleðilega páska, Svavar. Undur er þetta fallegur sálmur. Guð gefi þér góðan bata.

Hólmfríður Pétursdóttir, 12.4.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góðan daginn ég fékk hjarta stopp 9 mars og var þrættur um kvöldið og svo ég þrættur aftur fyrir fjórum dögum nú er ég allur hinn hressasti gangi þer vel

Ólafur Th Skúlason, 12.4.2009 kl. 16:25

5 identicon

Batakveðjur til þín gamli vinur úr Seljahverfinu.

Láttu Bryndísi stjana við þig.

 Tóta og Palli

Tóta og Palli (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:19

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góðan bata Svavar og gleðilega páska.

Gaman að sjá þjóðarblomið okkar, holtasóleyna, á páskadag.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.4.2009 kl. 18:30

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ánægjulegt hversu vel aðgerðin tókst og megir þú eiga góðan bata Svavar minn. Gleðilega páska.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.4.2009 kl. 23:11

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært að stíflan fannast í tíma. Farðu vel með þig og þú nærð góðum bata, það er ég viss um. Sálmurinn er fallegur og ég minnist mágs míns í hvert sinn sem ég heyri þennan sálm eða sé hann á prenti. Mágur minn dó úr krabbameini 47 ára og sálmurinn var sunginn við útförina. Hann naut þeirra ára sem hann fékk eftir greininguna og gerði margt sem hann hafði lengi langað til. Blessuð sé minning hans.

Enn og aftur GÓÐANN BATA

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 00:31

9 identicon

Góðan bata og gleðilega páska.

Kv. frá Nottingham.

Þorgerður H. Þorgilsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 02:24

10 identicon

Til hamingju með lífið. Ýmsir kalla lífsreynslu eins og þína, ,,viðvörun." Ég samgleðst þér.

oliagustar (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 08:40

11 identicon

Sæll Svavar, gott að heyra að vel hafi gengið og vonandi verður eins með framhaldið.

Baráttukveðjur !

Sigurður Aðils (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 09:29

12 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hlýjar batakveðjur utar úr firðinum.

Júlíus Garðar Júlíusson, 13.4.2009 kl. 11:45

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óska þér alls hins besta, þeir Jon Þór og Gunni ásamt öðrum standa sig vel þarna á FSA!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 21:21

14 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Bataóskir og góða páskaviku!   Kveðjur frá Stokkhólmi, B

Baldur Gautur Baldursson, 14.4.2009 kl. 17:36

15 identicon

Svafar minn.

Þú mátt ekki hrekkja Bryndísi og börnin þín svona.......

Gakk þú varlega á Guðs vegum, og góðan bata.

Þinn vinur 

Jónas

Jónas Sigurðarson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband