Páskar allt árið

paskar1Páskarnir eru búnir og boðskapur þeirra ekki lengi að falla í gleymsku. Tilvera okkar er ekki böðuð sigurbjarma þeirra nema stutta stund. Gamli syngjandinn um að hver dagur geti verið sá síðasti er tjúnaður upp á ný. Við eigum að vera í stanslausu kapphlaupi við dauðann og njóta lífsins lystisemda áður en allt verður of seint og moldin eignast okkur.

Rætur neyslusamfélagsins liggja ekki síst í þessu: Búið er að telja okkur trú um að við séum á síðasta séns. Þess vegna er ekki hægt að slá neinum kaupum á frest. Græðgin bólgnar út í mannheimum. Allir verða að eignast sem mest hér og nú og ná tafarlaust besta hugsanlega árangrinum. Ekki er hægt að bíða eftir að draumarnir rætist því við höfum ekki nema þennan dag vísan og hann er að kvöldi kominn. Kirkjugarðar heimsins segja okkur að ekki sé á lífið treystandi. Það sé ekki á vetur setjandi.

Of lengi höfum við trúað því að eina leiðin til að njóta lífsins sé að óttast dauðann. Páskarnir segja okkur að lífinu sé treystandi. Alltaf komi nýr dagur. Alltaf sé hægt að vona. Lífið sigrar að lokum, hvernig sem fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er á síðasta sjens.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll séra Svavar!

Já lífið er yndislegt, og Guð er góður að gefa okkur nyjan dag,líf og heilsu.

Nú hefur verið kippt í okkur , og við skikkuð til að hægja á.Þessvegna er svo áríðandi að treysta Guði í ólgu sjó lífsins.

Vertu Guði falinn og allt þitt hús.

Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.4.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband