16.4.2009 | 18:25
Vor í lofti
Það er vel við hæfi að tala um vor í lofti. Vorið finnst svo vel þar. Þegar vorið kemur ilmar það í vitum manns og einmitt þannig angan fann ég á göngutúrum mínum í dag.
Vor í lofti.
Stundum heyrist að eiginleg vor komi ekki á Íslandi. Íslensk vor eru stutt en þau eru kröftug. Fá vor eiga meira sameiginlegt með voninni en þau íslensku enda munar ekki nema einum staf á vorum og vonum.
Í smæð sinni bendir íslenska vorið út fyrir sig, á það sem í vændum er. Vorið bendir á annan tíma eins og vonin. Og vorið býr yfir endurnýjandi krafti eins og vonin.
Ég hef fundið vor í lofti og ég hef líka fundið von í lofti.
Athugasemdir
Já, þau eiga margt sameiginlegt vonin og vorið. Nú blómstra laukjurtir fyrir utan eldhúsgluggann minn og nú eru gleðidagar að liðnum páskum. Von um sumar og gleði í samfélagi kirkjunnar eilífu.
Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.