23.4.2009 | 18:16
Sumarkveðja með broddi
Það var sumarlegt að keyra fram Svarfaðardalinn í dag í stilltu og mildu veðri. Ég fékk mér smá labbitúr og sá og heyrði í fuglamergðinni sem er að koma sér fyrir í öndvegi íslenskra dala. Þar á meðal álftir, lóur, gæsir og helsingja. Sumarskapið bólgnaði út innra með mér og nýbróderað hjartað fagnaði sumrinu með nokkrum innilegum aukaslögum.
Helsingjarnir sem ég sá í Svarfaðardal eru fuglar af andaætt en sama nafn er víst notað um trémaðka.
Undanfarna daga höfum við fengið að sjá hversu maðkétnir innviðir íslensks samfélags eru. Þeir eru allir meira og minna götóttir. Peningavaldið átti allt hérna. Það var búið að kaupa stjórnmálaflokkana og stjórnmálamennina líka.
VG stendur eftir sem heiðarlegasti flokkurinn hvað þetta varðar. Það verður ekki af honum tekið. Ég votta fólkinu þar virðingu mína.
Fjölmiðlarnir hafa verið að fletta ofan af styrk- og mútugreiðslum til stjórnmálamanna og flokka.
Ég minni á að stór hluti þessara fjölmiðla er í eigu peningavaldsins sem keypti pólitíkina.
Fjölmiðlarnir í eigu auðmanna áfellast stjórnmálamenn fyrir að vera í eigu auðmanna.
Þetta er ekkert rosalega trúverðugt.
En samt: Gleðilegt sumar!
Myndina tók ég einn sumardag við Skeiðsvatn í Svarfaðardal.
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Svavar
Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:20
Gleðilegt sumar, góði!
Björn Vaur (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:14
Gleðilegt sumar!
Nybróderað hjartað=Bið Guð að þér heilsist vel!
Var á dögunum á Þingvöllum og þar ómað fugla söngurinn, svo það kom líka gleði kippur í mitt hjarta.
Guð blessi þig vinur.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:44
Gleðilegt sumar Svavar og góðan bata.
Kær kveðja, Magga Rikka
Magga Rikka (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:14
Gleðilegt sumar Svavar.
Getur verið að það skipti ekki eins miklu máli og við höldum hvað við kjósum. Skyldi endanlegt vald í mikilvægum málum ekki vera í höndum AGS og Seðlabankans?
Eða hvað kom til að Steingrímur J. greiddi háa upphæð til VBS eða hvað það hét nú aftur? Ekki hefði hann gert það af frjálsum vilja og varla hefur hann þegir peninga frá spilltum banka eða fyrirtækja furstum.
Hólmfríður Pétursdóttir, 24.4.2009 kl. 12:16
Fín mynd, ég gekk einmitt upp að Skeiðsvatni í fyrrasumar.
Gleðilegt sumar.
Haraldur Hansson, 24.4.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.