26.4.2009 | 22:01
Fjölmiðlaelítan
Mikið var ég sammála því sem Steingrímur J. Sigfússon sagði í sjónvarpinu í kvöld um framgang fjölmiðlaelítunnar nú fyrir og eftir kosningar.
Sú hirð hefur viðhaft miklar æfingar til að troða sérstöku áhugamáli sínu og Samfylkingarinnar inn í kosningabaráttuna og gera það að aðalatriðinu í úrslitum kosninganna.
Ástandið á landinu okkar er þannig að bankakerfið er hrunið. Landsmenn horfa upp á ískyggilegar tölur um atvinnuleysi. Skuldir þjóðarinnar eru að sliga hana. Fjölskyldur eru gjaldþrota. Skera verður niður í velferðarkerfinu. Hækka verður skatta og lækka laun.
Í skugga þessa ástands var kosið í gær.
Fjölmiðlaelítan boðaði formenn flokkanna svo í sjónvarpssal í kvöld.
Þar var ekki minnst á skuldir heimilanna, gjaldþrot fólks, atvinnuleysi, skattahækkanir, launalækkanir eða velferðarkerfið.
Ekki ein spurning fram borin um það sem stjórnmálamennirnir hyggjast gera til að létta fólkinu í landinu lífið.
Ekki gerð tilraun til að bregða ljósi á það sem framundan er.
Elítan hafði ekki áhuga á neinu nema áhugamálinu sínu.
Þátturinn í kvöld var ágætt dæmi um firringu íslenskra fjölmiðla.
Athugasemdir
Þetta er aum vörn íhaldsmanna sem sameinast á flótta sínum undan raunveruleikanum. Hefur presta- og þingmannaelítan ekki frétt af því að jörðin snýst í kringum sólina en ekki öfugt? Flokkarnir eru búnir að tönnlast á töfralausnum sínum undanfarnar vikur en fólk hefur ekki einfaldlega ekki trú á Flokkunum og leitar því annað. Fjölmiðla"hirðin" hefur staðið vaktina ágætlega frá hruninu og hún er sem betur fer hætt að láta þingmannaelítuna hella loforðagrautnum ofan í landsmenn án gagnrýninna spurninga.
TH (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:45
,,Mummi fór til læknis. Hann var illa haldinn eftir áralangt sukklíferni. Hann var skoðaður af fjölda sérfræðinga, sendur í blóð-, þvag- og önnur próf. Niðurstaða sérfræðinganna í læknastétt var svo að segja einróma. "Mummi, þú verður að hætta að drekka. Þú verður að hætta að reykja. Þú verður að taka upp hollari lifnaðarhætti, fara í líkamsrækt og borða hollari mat, annars endar þetta illa hjá þér fyrr en síðar."
Þetta var ekki niðurstaðan eða ráðleggingin sem Mummi vildi heyra. "Ég verð bara að segja það ég gagnrýni einhliða, elítukennda umfjöllun ákveðinnar hirðar hér í læknaheiminum í þessu máli" sagði Mummi og strunsaði út.
Reyndar var einn grasalæknir sem hafði aðra skoðun og sagði Mumma að hann gæti nagað ákveðna tegund ýlustráa til að vinna gegn meintum vondum áhrifum meint sukklífernis.
Skömmu síðar mátti sjá legsteinn Mumma í nálægum kirkjugarði með áletruninni "Hér hvílir Mummi, frá okkur tekinn langt fyrir aldur fram. Hann var sjálfstæður og fullvalda allt til enda og lét engan segja sér fyrir verkum. Síst af öllu einhverjar elítur!"
http://fridrik.eyjan.is/Atli Hermannsson., 27.4.2009 kl. 08:48
Get alveg tekið undir það að íslenski fjölmiðla markaðurinn hefur verið voða skrítin undanfarið og sérstaklega í góðæristímanum. En hef þó séð breytingu á þangað til um kosningatímabilið.
Hinsvegar er stærsta umræða nú eftir kosningar ESB og aftur ESB. Það verður engin stjórn fyrir en það mál er leyst og auðvitað eru miðlarnir að leitast eftir svörum, enda hefur Samfylkingin sett þetta í forgang í sinni stefnu. Það voru nú þeir sem æptu og auglýstu grimmt ESB aðildarplönin sín í kosningunum. Staðan er bara sú að þeir geta ekki bakkað burt frá því núna. Ég hefði þó miklu meira vilja hlusta á málefni sem tengjast heimilum og fyrirtækjum. Þá sérstaklega aðgerðir til að reyna að FYRIRBYGGJA slíkt, en ekki mál til að bregðast við þegar ekkert er hægt að gera.
Því miður er ég ekki sammála Steingrími um einhverja elítu, svona er bara umhverfið í dag, tveimum dögum eftir kosningar.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 27.4.2009 kl. 17:07
Hverslags helvítis landráðsflokkur er þessi samfylking er henni alveg sama um fólkið og heimilin í landinu.Jóhanna er búin að tala og skilaboðin eru skýr,ef þú samþykkir ekki ESB núna ertu ekki með hverslags valdnýðsla er þetta eiginlega????Hún vill afsala lýðveldi okkar til ESB enda hefur samfylkingin ekkert annað fram að færa en ESB í vanda landsins.Þarf ekki núna að gera uppreisn og þá meina ég alvöru uppreisn þar sem nokkrar löggur ráða ekkert við,eða er fólki bara alveg sama og vill afsala sér lýðveldi landsins í boði samfylkingarinnar.Hvernig væri nú að stjórnmálamenn í landinu sem vita eitthvað um það hvort ISG og Össur séu búin að standa í leynimakki á bakvið þjóðina oppni sig nú og segi sannleykann,þetta er ekki eðlilegt hvað samfylkingin sækir stíft í ESB nú og allrasýst þar sem það mun ekki bjarga okkur einsog er eða býr eitthvað annað þarna á bakvið sem við vitum ekki!!!!! Ég vill svör..................
Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.4.2009 kl. 18:36
,,Mummi fór til læknis. Hann var illa haldinn eftir áralangt sukklíferni. Hann var skoðaður af fjölda sérfræðinga, sendur í blóð-, þvag- og önnur próf. Niðurstaða sérfræðinganna í læknastétt var svo að segja einróma. "Mummi, þú verður að hætta að drekka. Þú verður að hætta að reykja. Þú verður að taka upp hollari lifnaðarhætti, fara í líkamsrækt og borða hollari mat, annars endar þetta illa hjá þér fyrr en síðar."
Þetta var ekki niðurstaðan eða ráðleggingin sem Mummi vildi heyra. Hann hafði engan áhuga á að lækna sig sjálfur og vildi miklu fremur láta aðra sjá um það. Fyrir lifrarskemmdir alkóhóldrykkju vildi hann frekar fá lifur annars staðar, fyrir sykursýkina ýmiskonar sykursýkislyf og nógu mikið af þeim svo hann geti haldið uppteknum hætti, útaf reykingunum púst er hjálpuðu mæðinni og hjartalyf til verndunnar æðaþrengsla í hjarta. Fyrir brjóstsviðann offitunnar vegna bara nóg af magalyfjum.
Mummi varð krónískur sjúklingur háður ýmisskonar lyfjum og almennt upp á góðmennsku og greiðvirkni annarra kominn. Mumma fannst hann vera fórnarlamb.
Ég held stundum að Íslendingum sé best borgið með því að taka sjálfir til heima hjá sér og lækna sjálfir sín mein með hollari þjóðarlífsstíl.
Auður (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.