Hótanir og skítkast

800px-Flag_of_Europe.svg[1]Fréttaþátturinn Kastljós fær prik frá mér fyrir tilraun til málefnalegrar umfjöllunar um Evrópusambandið í gær. Þar var leitað til fólks sem telur að Ísland eigi að ganga í sambandið og líka hlustað á þá sem vilja ekki þangað inn.

Annars virðist ekki mikið bíta á elítuna sem Steingrímur J. nefndi svo. Hún heldur áfram að hóta þjóðinni og kasta skít í þau sem leyfa sér að efast um erindi Íslands í Evrópusambandið.

Guðmundur Andri Thorsson er einn af hinum "föstu pennum" Fréttablaðsins. Í gær skrifaði hann grein um Evrópusambandið. Guðmundur er ekkert hissa á því að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu. Ekki hafi verið við öðru að búast. Evrópusambandið standi með sínu fólki.

Ég veit ekki um Guðmund Andra en ég held að íslenska þjóðin hafi ekki verið að biðja um neinn sérdíl í Icesave-málinu. Ég held þvert á móti að fólk hafi verið að biðja um sanngirni og réttlæti. Að þjóðin þurfi ekki að borga meira en henni er skylt lögum samkvæmt og að kröfur á hendur henni séu raunhæfar.

Ég sé ekki betur en að Guðmundur Andri telji að þjóðir Evrópu geti hvorki átt von á sanngirni né réttlæti nema þær tilheyri réttu kreðsunum. Um stuðning Evrópusambandsins við Breta og Hollendinga í Icesave-málinu - og afstöðuna sem sambandið tók gegn Íslendingum segir Guðmundur Andri:

Fólk virtist ekki átta sig á því að þetta var einmitt til vitnis um að EES stendur með "sínum ríkjum" gegn utanaðkomandi, og að Íslendingar hefðu ekki mætt þessu viðmóti hefðu þeir verið innan sambandsins.

Tvennt er athyglisvert í þessum orðum.

Annars vegar er Evrópusambandinu lýst eins og götugengi. Þú ferð í Evrópusambandið til að kaupa þér vernd. Evrópusambandið spyr ekki fyrst um sanngirni eða réttlæti. Jafnvel ekki lög. Evrópusambandið spyr fyrst og fremst um það hverjir tilheyri sér. Það stendur með sínum. Það stendur gegn þeim sem eru "utanaðkomandi".

Hins vegar birtast hótanir í þessum orðum: Íslendingar verða að fara í Evrópusambandið. Annars eiga þeir ekki von á góðu. Annars er ekki nema skiljanlegt og sjálfsagt að íslenska þjóðin sé sett í skuldafangelsi - hver sem ábyrgð ber á þeim skuldum.

Nýjasta færsla á bloggi Egils Helgasonar er á margan hátt lýsandi fyrir umræðuna.

Þar er fram dreginn nýr sökudólgur sem ábyrgð ber á bankahruninu að sögn Egils.

Það er enginn annar er Ragnar Arnalds sem vann sér það til óhelgi að vera fjármálaráðherra Íslands fyrir um það bil aldarfjórðungi.

Egill skrifar:

En Ragnar er einn af helstu arkitektum hins óbjörgulega efnahagslífs á Íslandi. Þar ber hann mikla ábyrgð. Og við höfum öll þurft að súpa seyðið af því.

Tilefni þessara ummæla Egils er sú skoðun Ragnars að fjölmiðlar hafi verið misnotaðir í umræðunni um Evrópusambandið.

Það segir sína sögu að Egill Helgason virðist ekki eiga önnur svör við þeim ásökunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er semsagt skítkast að benda á verk Ragnars sem stjórnmálamanns?

Mjög sérkennileg túlkun.

Það er svo af og frá að fjölmiðlar hafi verið misnotaðir. 

Þeir fjölluðu um styrkjamál í hálfan mánuð fyrir kosningar. Það létu Vinstri græn sér vel líka.

Svo kom smá kippur í Evrópuumræðuna á allra síðustu dögum, vegna undirskriftarsöfnunarinnar sammala.is.

Það var nú allt og sumt og nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það.

Stærsti stjórnmálaflokkurinn keyrir stíft á ESB aðild. Það er illfært að mynda stjórn án hans.

Svo það er varla furða að mikil umræða sé um málið.

Þessar samsæriskenningar eru ómerkilegur þvættingur.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:34

2 identicon

Egill hefur uppgötvað að rök sem snúa að manninum eru ekki argumentum ad hominem, sbr. lesturinn yfir Ragnari Arnalds.

Allt er nú í heiminum hverfult. Ég sem hélt að latínan breyttist þó að minnsta kosti ekki.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Egill....dýptin hjá þér er alltaf jafn mikil. Sérðu ekki sjálfur hversu fjarstæðukennt það er að bendla Ragnari Arnalds við núverandi ástand ? Nú vill ég ekki fullyrða að þú megir aldrei renna á svellinu...en stattu þá uppréttur aftur og viðurkenndu að þarna hafir þú etv. gripið of djúpt í kistuna eftir skýringum og hafir hreinlega haft rangt fyrir þér. Ragnar var fjármálaráðherra á allt öðrum tímum.

Haraldur Baldursson, 28.4.2009 kl. 10:26

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ótrúlegur áróður hjá öllum fjölmiðlum með ESB aðild.Það er von að Egill þurfi að grípa til algjörar rökleysu til að verja sig.

Er að hugsa um að segja Mogganum upp eftir 38.ára áskrift,nenni ekki að kaupa blað sem hefur það að markmiði að koma okkur í ESB.með einhliða áróðri, berst gegn hvalveiðum og ekki hefur það nú verið hlynnt bændum .

Svo eru allir fjölmiðlar með allt niðrum sig fjárhagslega,eftir mesta auglýsingar flóð í sögunni,eru þeir ekki með einhvern hagfræði speking til að sjá um fjármálin.?

Ragnar Gunnlaugsson, 28.4.2009 kl. 10:41

5 identicon

Margt mætti segja um þennan pistil og það sem menn skrifa í athugasemdadálkinn. Margir sjá Ragnar Arnalds sem rödd þess liðna og samnefnari afturhalds. Eitt sinn reyndi hann að sannfæra opinbera starfsmenn að það mætti stytta laun á móti skuldum sem almennu broti á striki. Þetta var kallaður styttingurinn og varð að almennu athlægi. Engar hótanir sé ég frá Brussel þó auðvitað megi lesa og túlka margt úr grein Guðmundar. Það þekkist í útbreiddari og helgari ritum. Guðmundur Andri er að tala um þá vinnuaðferðir sem skráðar eru milli ESB ríkjanna. Við erum ekki aðilar að þeim úrskuðarnefndum eða dómum í dag. Þetta hefði verið á annan hátt ef Ísland hefði verið fullur aðili að ESB. Það þarf að taka góðan krók til að misskilja þetta. Orðin sanngirni og réttlæti má svo teygja og toga í andhverfur sínar. Ekki meir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:25

6 identicon

Afneiti fólk slagsíðu fjölmiðla í umfjöllun sinni eftir kosningar er sá fjölmiðlaheimur annar en ég upplifi.  Sé ekki orð né stafkrók um efnahagsmál né sjávarútvegsmál, ekki er minnst á lýðræðisumbætur, ekki einu sinni pælt í ráðherraefnum sem alltaf hefur átt mjög upp á pallborðið.  Orð Steingríms um evrópuelítuna eru ekki bara rétt heldur einnig í tíma töluð

lydur arnason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:44

7 identicon

Kæri séra Svavar

Þetta túlkun þín á orðum mínum þykir mér með miklum ólíkindum og sýna hvernig jafnvel skynugustu menn gera sér enga grein fyrir þeim skaða sem þjóðinni var unninn í útrásinni, né hverjir eru hugsanlegir samherjar okkar á leið til siðaðra samfélags og hverjir raumverulegir andstæðingar.

Hverjir skyldu nú hafa verið götustrákarnir í Ice-save-málinu og öðrum íslenskum bankaævintýrum í Evrópu? Evrópusambandið? Ætli réttara sé ekki að leggja málið upp þannig að ESB hafi reynt að gæta hagsmuna evrópskra sparifjáreigenda gagnvart íslenskum götugengjum.

Hverjir vörðu okkur?

Góð kveðja, GAT

Guðmundur Andri Thorsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:07

8 identicon

(st)Agli Helgasyni svipar nokkuð til gamla íslenska bankakerfisins. Egoið er tíu sinnum stærra en eðlilegt getur talist. Ég hef bent á þá staðreynd að Silfur Egils er útblásið útvarpsefni í sjónvarpsbúningi. Það væri strax bót fyrir áhorfendur að geta einbeitt sér að hlustun.

Egill Helgason er skilgetið afkvæmi 2007-hugsunar: ekki ræða um málefni, heldur menn. Í hvert skipti sem riddarinn sjónumhryggi upplifir gagnrýni svarar hann með skítkasti og útúrsnúningum: "Þessar samsæriskenningar eru ómerkilegur þvættingur". Málið er að sjálfur er maðurinn ómerkilegur þvættingur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:07

9 Smámynd: Ólafur Ágúst Guðmundsson

Mikið spin er í gangi til að leiða athygli almennings frá því að rúmgóð reglugerð EES (og ESB) í fjármálaþjónustu og skyldum málum var ein aðalástæðan fyrir því að hér fór sem fór.

Að þessu leyti var Thatcherisminn nefnilega leiddur í lög ESB.

En það tíðkast ekki þar á bæ að skammast sín og viðurkenna afglöp.

Ólafur Ágúst Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 14:37

10 identicon

Eini sannleikurinn hlýtur að liggja í aðildarviðræðum Íslands við ESB og hvað kæmi útúr þeim viðræðum.  Menn geta endalaust þrasað um það jákvæða og neikvæða varðandi ESB, það gerir hins vegar ekkert fyrir okkur nema helst að "sundra" þjóðinni.  Óttast menn sannleikann ?  Óttast menn lýðræðislegar kosningar um aðild að ESB ?  Halda "sumir" að við þessir "venjulegu" þjóðfélagsþegnar skorti bæði getu og vit til að taka "sjálfstæða" ákvörðun og kjósa "rétt" ?  Hvort sem ég er á móti eða með ESB aðild, eða jafnvel hlutlaus, þá sætti ég mig við vilja þjóðarinnar og verð að gera.  Mér finnst stór hluti af umræðunni um ESB tengjast hroka og miklu ofmati á eigin visku þeirra sem greinarnar rita.  Ég tel mig þó hafa fullt vit og getu til að velja sjálfur já eða nei, eða jafnvel ekkert, þarf bara að sjá "samninginn" frá ESB sem fyrst, fyrr veit ég ekki nægilega mikið og sennilega ekkert okkar. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:53

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svona er að vera í gjaldmiðlaspákaupmennsku.

Samfylkingin tók stöðu á móti krónunni með lánsfé í evrum. Kónan er vinur VG því hún er að vinna og lækna Ísland 24 tíma á sólarhring alla daga vikunnar á meðan Samfylkingin spáir og spáir á móti henni og tekur stöðugt stærri og stærri stöður gegn krónunni hans Steingríms.

En krónan er seig. Hún er að afvopna Samfó, Bráðum fara nefnilega 15 fallbyssur Seðlabankans í gang og munu skjóta vexti í gang í hagkerfið á ný á meðan flestir seðlabankar heimsins eru orðnir skotfæralausir.

Krónan er komin yfir það versta og það þarf því engan stjórnarsáttmála því VG á krónuna. Samfylkingin stendur uppi með engan gjaldmiðil. Samfylkingin fór Glitnisleiðina og mun ekki geta greitt af evrulánum sínum. Hún verður gjaldþrota.

Muna: ef VG eru sjálfum sér trúir þá mun þeir einungis auka fylgi sitt. VG á nefnilega krónuna. Samfylkingin á ekki neitt.

Krónan er Steingríms. Alveg

Svona er að verðja á peninga sem Samfylkingin ræður engu um. Hún á ekki evrur. En Steingrímur á krónu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 15:59

12 identicon

Takk Svavar, því fleiri sem benda á þessa slagsíðu umræðunnar af hendi fjölmiðlaelítunnar - því betra.

Ég held reyndar að þessi einhliða áróður elítunnara hafi þver-öfug áhrif á Íslendinga.

Sem eru búnir að fá nóg af billegum lausnum og láta ekki hóta sér.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:29

13 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Guð minn góður ! - Þvílíkt dómgreindarleysi varðandi umsögn um Kastljós - Þeir sem þar stýra umfjöllunarefni - hafa aldrei og ég segi aldrei - fjallað um Evrópusambandið!  Hvorki hugsanlega kosti þess eða galla!  Þess vegna getur þjóðin ekki tekið afstöðu því enginn fjölmiðill utan Moggans hefur verið með neinar fréttaskýringar varðandi Evrópusambandið!

Það verður að fara að koma með slíka umræðu - á hlutlausum grunni til þjóðarinnar.

Hvað veit þjóðin um Evrópusambandið og stefnu þess?  Hvað veit þjóðin um fiskveiðiréttindin í ESB?  Hvað með botnsjávarafla - svo sem ýsu og þorsk?  Mér skilst á LÍU að þeir séu hræddir um hlut sinn í veiðum á flökku-fiskistofnum svo sem síld, loðnu, makríl, kolmunna og hval!  En erum við ekkki einmitt í deilum við Norðmenn vegna Makríl-veiða?

Í öllu falli verður að fara fram umræða og því hafa fjölmiðlar og allra síst Kastljós sinnt 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 01:07

14 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Jú og ég spyr þig Svavar verður ekki að gæta réttlætis gagnvart öllum - var óeðlilegt af þjóðum Evrópusambandsins að þrýsta á Íslendinga vegna Icesave-skuldanna.  Hverra réttlæti og sanngirni var það að ætla ekki að greiða neitt af þeim skuldum?  Eru íslensk gamalmenni rétthærri en bresk gamalmenni?

Ekki einasta höfum við Íslendingar stolið af þessu fólki, heldur ætluðum við ekki að bæta það upp með neinu.

Og að lokum þá ætluðum við í ofanálag að taka upp Evru - einhliða.

Semsagt þröngva okkur með góðu eða illu í skjól Evrópska Seðlabankans.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 01:12

15 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

RUV er hvorki betra eða verra en þeir sem starfa þar. Hér áður og fyrr var þar starfandi fréttamaður sem hét Páll Benediktsson. Sá maður misnotaði öll tækifæri til að verja kvótakerfið í boði Sægreifanna. (Gunnlaugur Sævars var þá Formaður útvarpsráðs) En ekki ætla ég að verja ofurbloggarana, þeir ganga nú berserksgang í evrópukristniboðinu og þola illa aðrar skoðanir.  Allt verður þessum m0nnum að vopnum og sjást þeir ekki fyrir í æsingnum.  En ég treysti dómgreind almennings, við munum taka upplýsta ákvörðun að lokum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 08:19

16 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég er sammála þér, Alma Jenný, um að mikil þörf er á hlutlausri umræðu um Evrópusambandið. Þess vegna hrósaði ég Kastljósi fyrir að hafa tekið skref í þá átt í þættinum á mánudagskvöldið.

Þú hikar ekki við að þjófkenna íslensku þjóðina. Segir að við Íslendingar höfum stolið af fólki og ætlum ekki að bæta það upp. Ég frábið mér slíkar aðdróttanir. Ég hef ekki stolið af breskum gamalmennum - heldur ekki börn mín né komandi kynslóðir - en þeim er einmitt ætlað að borga fyrir hina raunverulegu þjófa.

En segjum sem svo að það megi kalla íslenska þjóð þjófa. Segjum sem svo að Íslendingar hafi tekið sig saman og stolið af breskum gamalmennum, gert sig seka um þjófnað.

Þau rök hafa heyrst að Evrópusambandið hefði tekið öðruvísi á málinu ef við hefðum tilheyrt klúbbinum.

Evrópusambandið tekur með öðrum orðum öðruvísi á þjófnaði ef þjófurinn er þar innanborðs?

Svavar Alfreð Jónsson, 29.4.2009 kl. 08:23

17 identicon

Tökum til dæmis Jón Baldvin Hannibalsson. Aldrei fjalla andstæðingar ESB um þann mann án þess að bendla hann við svik og jafnvel landráð.

En þegar er bent á það kurteislega að ríkisstjórn sem Ragnar Arnalds sat í hafi steypt íslensku þjóðinni í skuldafen - sem við höfum verið að borga af fram á þennan dag - ja, þá er það allt í einu orðið voða ómálefnalegt.

Hvernig metum við stjórnmálamenn? Af verkum þeirra geri ég ráð fyrir?

Tökum líka Margréti Thatcher. Hvað er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar rætt er um hana?

Hjá mér er það verkfall kolanámumanna. Það var það sem kallast defining moment á ferli hennar.

Jimmy Carter losnar aldrei undan gíslamálinu í Íran. Bush yngri undan Íraksstríðinu.

Rétt eins og EES er það sem stendur upp úr hjá Jóni Baldvini sem stjórnmálamanni - og fjármálaráðherratíðin 1980-1983 hjá Ragnari.

 Svo er það þessi þvættingur um að við vitum ekki neitt um ESB. Sá góði maður Kristján Jónsson blaðamaður bendir á það í grein í Mogganum í dag að við vitum sirka 90 prósent, um þau sé enginn vafi, en við þyrftum að spyrja til að fá hin 10 prósentin á hreint. 

Þeir sem segja svona eru þeir sem ekki hafa nennt að kynna sér málin eða fylgjast með. 

Egill Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:28

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæru vinir

Það er ekki hægt að hafa hlutlausa umræðu um pólitík, er það?

Evrópusambandið er pólitík. Ef einhver heldur öðru fram þá er það einfaldlega ekki rétt. Þetta VERÐA menn að gera sér ljóst. Evrópusambandið ER stórpólitík. Hvernær ætla menn að skilja þessa einföldu staðreynd. Hvernær ætla menn að sýna þann heiðarleika að tala um spaða sem spaða og um hrífu sem hrífu.

Ef eyru manna voru sæmilega opin þegar fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann Jenesn, kom á skjáinn og varaði Íslendinga við að hugsa um ESB sem efnahagslegt málefni. Sjáið nefnilega kæru vinir: efnahagslegum samruna Evrópusambandsins er lokið. Það sem núna er í gangi er hinn pólitíski samrunu þjóða Evrópusambandsins. Það er þetta sem málið fjallar um. ESB er ekki efnahagsbandalag. Það er nýtt ríki í smíðum.

Ég leyfi mér að benda á grein mína um seðlabankann og þjóðfélagið sem birtist á AMX, og sem lýsir vel hvað það er sem heldur aftur af sumum þjóðum (Danmörku/Svíþjóð) að ganga að fullu inn í hinn pólitíska samruna landa ESB. Það er þetta sem málið fjallar um. Í greininni er komið inná umræðuna um evru og hvers vegna Danir vilja ekki ganga í evru

Einnig mæli ég með grein minni um "frelsið og ESB" - "múgsefjun evruumræðu", tilurð myntbandalagsins og hversvegna mynt Evrópusambandsins er ekki eiginlegt hagstjórartæki heldur fyrst og fremst pólitísk mynt 

Mjög margir þegnar Evrópusambandsins eru ekki sáttir við þetta því það sem þeir gengu upphaflega í var nefnilega efnahagsbandalag. Það var sú vörumerking sem stóð utan á pakkaum þegar þeir gengu á sínum tíma í gamla EF. Margir þessara þegna óska sér innilega hið litla EF til baka. En það er ekki hægt. Það er ekki hægt að vinda ofan af Evrópusambandinu. Eina leiðin lifandi þaðan út er þegar bandalagið hrynur eins og Sovétríkin gerðu. Það er eina leiðin út aftur. Annað væri sjálfsmorð eins og fyrrverandi seðlabankastjóri Belgíu bendir réttilega á hér: Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2009 kl. 08:55

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er það þessi þvættingur um að við vitum ekki neitt um ESB.

.

Það er ekki það versta Egill. Þar versta er nefnilega það að þið vitið ekki að þið vitið ekki neitt. Þið eruð það sem er kallað að vera 100% Clueless. Kjánar og einfeldningar sem vita ekki hvað þeir eru að gera. Þið eruð hættulegir menn því þið eruð clueless.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2009 kl. 10:17

20 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Burtséð frá allri umræðunni um ESB og allt það, hef ég lengi velt fyrir mér af hverju IMF, sem er alþjóðleg stofnun, stjórnaðist af hagsmunum ESB fyrst og fremst nu þegar Ísland þurfti aðstoðar þess helst við.  Meir að segja Noregur, sem ekki er þurfi fyrir aðstoð IMF eða meðlimsríki í ESB hélt að sér höndum þegar verst gekk í fyrrahaust!  Fannst þetta allt skrýtið. Síðan vill fólk ólmt ganga til liðs við ESB sem þökk fyrir hvað það bandalagið er fínt og hjálpsamt.  Ég segi NEI og aftur nei til ESB.

Baldur Gautur Baldursson, 29.4.2009 kl. 14:26

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband