24.5.2009 | 21:54
Myndir af Nesinu
Kom heim nú undir kvöldið úr einstaklega góðri ferð um Snæfellsnes. Ég þakka góðu fólki í Ólafsvík frábærar móttökur. Ég þakka Kór Akureyrarkirkju fyrir að hafa leyft okkur hjónunum að þvælast með í ferðina. Og síðast en ekki síst þakka ég Skaparanum fyrir Snæfellsnes. Myndirnar tala sínu máli um það meistarastykki.
Bárður Snæfellsás býður Norðlendinga velkomna.
Ólafsvík er vinalegur bær með indælu fólki. Þar var gott að dvelja.
Eigi að velja fallegustu höfn í heimi hlýtur Arnarstapi að fá tilnefningu.
Og Stykkishólmur fær fjölda tilnefninga fyrir fegursta bæjarstæðið.
Kór Akureyrarkirkju í Skarðsvík. Hann fær ótal tilnefningar, m. a. fyrir best heppnaða kórferðalagið.
Athugasemdir
Flottar myndir,þið hafið verið mjög heppin með veður,það er rétt hjá þér,höfnin á Arnastapa er mjög falleg,en það er önnur pínulítill smáhöfn sem ég féll alveg fyrir,ég fór vestur að Reykhólum á föstudaginn,í sama góða veðrinu og þið,svo þurfti ég að skreppa með olíu á tank lengra út á nesið,´þar er líka mjög gömul og falleg kirkja staðurinn heitir Staður,(næsti bær fyrir innan Árbæ) þegar maður keyrir niður að sjónum(sést ekki frá veginum) kemur maður að gullfallegri vík þar er gert út 20 manna ferðabátur sem skreppur með ferðafólk út í eyjarnar þarna í kring,þvílík augna yndi,ég féll allvel fyrir þessari fallegu sjón,enda heitir fyrirtækið Eyjarsiglingar,Svavar þú ættir að skoða þetta svæði,því miður var ég búinn að fylla myndavélina og gat ekki tekið myndir af þessu,en ég á eftir að koma þarna aftur í sumar,þá tek ég myndir,
kær kveðja
konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 25.5.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.