Davíð að kenna

CSC_0121

Það var Davíð sem sagði að við ætluðum ekki að borga skuldir óreiðumanna svo Bretarnir gátu ekki annað en sett á okkur hryðjuverkalög.

Hryðjuverkalögin voru því Davíð að kenna.

Það var Davíð sem skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að við ætluðum að borga skuldir óreiðumanna svo við gátum ekki annað en samþykkt Icesave samninginn.

Icesave-samningurinn er Davíð að kenna.

Bankahrunið var Davíð að kenna.

Kreppan er Davíð að kenna.

Davíð að kenna.

Davíð.

Nýjustu fréttir af málinu:

Samkvæmt Árna Þór Sigurðssyni er neikvæð umsögn lögfræðinga Seðlabanka Íslands um Icesave-samninginn getiði hverjum að kenna?

Jú, þið eigið kollgátuna:

Davíð.

Lögfræðingar Seðlabankans reyndust vera "drengirnir hans Dabba" - dulbúnir sem lögfræðingar Seðlabankans.

Og í þessari færslu setur Egill Helgason fram einhverja alskörpustu davíðssamsæriskenningu seinni tíma:

Davíð vill beina Icesave-deilunni inn í íslenska dómkerfið vegna þess að þar er nánast hver einasti dómari "...handvalinn af honum sjálfum" eins og segir í bloggfærslu sem Egill birtir og telur vera eftir einn skarpasta bloggara landsins.

Vá.

Að lokum ber að taka fram að telji menn að ég og aðrir hljótum að vera með Davíð á heilanum er það að sjálfsögðu einvörðungu honum sjálfum að kenna.

Myndin: Svarfaðardalur, öndvegi íslenskra dala, eins og hann birtist af sólpalli tengdaforeldra minna. Stóllinn og Skíðadalur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ekki segja mér að þú sért haldinn svo þrálátri foringjahollustu að þú finnir þig knúinn til að taka upp hanskann fyrir Davíð?

Sigurður Ingi Jónsson, 14.7.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki dugði það tila ð fá útrásarvíkingana í Bónus dæmda.

Egill verður að fara að passa sig á Davíðshatri sínu, hann er að missa allan trúverðuleika í umfjöllun um núverandi stöðu þjóðfélagsins.

Vonandi bráir af honum þegar hann kemur hingað í ,,kuldann".

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 14.7.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Nei, mér er ekki viðbjargandi, Sigurður Ingi.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.7.2009 kl. 12:49

4 Smámynd: Birgir Eiríksson

Alltaf jafn fagurt í Svarfaðardalnum
Birgir

Birgir Eiríksson, 14.7.2009 kl. 13:20

5 identicon

Hverjir eru lögfræðingar Samfylkingarinnar og Ólafs R, skildu þeir eiga hagsmuna að gætta svona á bakk við fjöldinn. Hatrið gegn Davíð er svo augljós hjá Samf og VG og það bitnar á eðlilegu vinnuferli.Þessi framkoma Samf og VG er að verða mjög einkennileg og það virkar á mann að eitthvað býr undir sem búið sé að semja um í gegnum útrásarþjófanna sem alls staðar hafa hreiðrað um sig.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:30

6 identicon

Mér sýnist nú frekar að þeir sem saka aðra um að vera með DO á heilanum séu með DO á heilanum...kv

Eiríkur (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þeir eru margir illa haldnir af "Davíðsheilkenninu", og til þægindaauka er manninum kennt um allt sem aflaga fer í samfélagi okkar nú um stundir. Svo langt ganga órar pólitískra andstæðinga hans, að þeim þykir sem eðlilegt sé að hafa af honum venjuleg mannréttindi, eins og að andmæla og hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Stóð Bandaríkjadalur ekki í ca. 112 kr. þegar Davíð var hrakinn með lögum úr Seðlabankanum. Hann er nú ca. 129 kr. Eigum við ekki bara að kenna Davíð um??

Gústaf Níelsson, 14.7.2009 kl. 15:44

8 identicon

Thakka pistlana thina.

Hvar bua tengdaforeldrar thinir? Thetta er falleg mynd af Stolnum, en eg er uppalinn a Dalvik.

Bestu kvedjur

Islendingur (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 16:00

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Tengdaforeldrar mínir búa í Laugabrekku, í hlíðinni ofan við Húsabakkaskóla þar sem tengdapabbi kenndi og tengdamamma var ráðskona.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.7.2009 kl. 16:06

10 identicon

Davíð talar á þann hátt að almenningur skilur innihald ræðu hans. Hann segir skoðun sína beint út, engin ef..engin nefnd..ekkert skoða betur..ekkert væl af þessu kaliberi !!!

Þetta virði ég við Davíð þótt ætíð hafi xD verið neðarlega í goggunarröð minni. 

Davíð er sekur sem syndin í mörgum málum, en afstaða hans til icesave kjaftæðisins er afstaða sem ég tek undir og í raun gleður það mig stórkostlega að til séu áhrifamenn á Íslandi sem hafa hrygg í stuðningskerfi sínu, sjaldséðir hvítir hrafnar á Íslandi á þessum síðustu og verstu...

Lengi hef ég gælt við ofangreinda skoðun en hún var fest í sessi eftir síðasta ávarp Davíðs, ekki einungis útaf því hvað hann hafði til málanna að leggja...heldur var það frekar það sem Steingrímur (gimp) hafði EKKI til málanna að leggja.

Steingrímur er EKKI  að vinna fyrir þjóðina, heldur stólinn sinn !!

Síðan skilja menn ekkert að Hitler hafi komist til valda í lýðræðislegum kosningum... það voru ekki kostir hans sem réðu úrslitum.. heldur ókostir andstæðinga hans !!

Fólk vill menn sem tala af sannfæringu, tala til fólksins, tala frá hjartanu, tala til okkar !!

Stjórnmálamenn Íslands í dag eru svo miklir AUMINGJAR að Jóhanna hefur flestu bringuhárin og þykir mér það miður að kona skipi bringuhárastöðuna!!!

runar (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:25

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hver tekur mark á Agli Helgasyni ??

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 17:28

12 identicon

Plantaði líka dóninn Davíð trjánum á myndinni?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:33

13 identicon

Í fyrri heimstyrjöldinni var sagt að reykingar væru dauðhættulegar, það að stinga höfði upp fyrir skotgröf kallaði á kúlu. Ef til vill hafur Davíð ástundað slíka áhættu, viljandi. Gaman hvað Gústaf Níelsson er farinn að verja fjandvin sinn Davíð á gamals aldri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:37

14 identicon

Thakka svarid.

Er haegt ad senda ther e-mail ? thu serd mitt

Kvedja.

Islendingur (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 18:47

16 identicon

Ekki mikill sjarmi yfir Eyjunni í dag................. Ég hélt að Egill væri nú meiri maður, ó já.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 19:17

17 Smámynd: Landfari

Hvar værum við vinstri menn án Davíðs. Álit okkar á honum er það eina sem við getum verið sammála um.

Landfari, 14.7.2009 kl. 20:19

18 Smámynd: Landfari

Af hverju ertu með ritskoðun á færslunum hérna Svavar?

Landfari, 14.7.2009 kl. 20:20

19 Smámynd: Kama Sutra

Ég vona bara að Dabba-skrímslið haldi áfram að tjá sig og gaspra sem mest á opinberum vettvangi.

Við það eykst bara stuðningurinn við núverandi ríkisstjórn. 

Kama Sutra, 14.7.2009 kl. 22:13

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta var allt guði að kenna, ekki Davíð.

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 22:16

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Kama Sutra,þar hefur þú alrangt fyrir þér, Steingrímur er búinn að rústa sínum ferli ásamt Jóhönnu, það var kannski bara ágætt að fólk fékk loksins yfir sig vinstri stjórn, það á eftir að fá að súpa seyðið af þeirri eyðileggingu of lengi því miður.

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 22:44

22 identicon

Ég vil vita hver réð veðurstofustjóra og kenna þeim aðila um veðrið. Ættli það hafi ekki verið Davíð?

Landið (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband