Hví ganga menn daprir í geði?

DSC_0435

Ég hef verið að lesa Alþýðusöngbók Böðvars Guðmundssonar sem hefur að geyma söngva skáldsins, sálma, tækifæriskvæði og þýðingar (Uppheimar 2009).

Böðvar er í miklum metum hjá mér.

Þessi öðlingur kenndi mér í menntaskóla og hafði meiri áhrif á mig en hann grunar.

Eitt af mínum uppáhaldslögum er Næturljóð úr Fjörðum. Böðvar á bæði textann og lagið.

Ég er nú ekki meiri bógur en það að ég tárast nánast alltaf pínulítið þegar ég heyri þetta lag. Að minnsta kosti inni í mér og undantekningarlaust þegar blessunin hún Kristjana Arngrímsdóttir syngur það.

Svo hefur Böðvar gert marga gullfallega sálma.

Hér er lokaerindið úr ljóðinu Með brosi ég mína byrði eftir Jeppe Aakjær í þýðingu Böðvars.

Mér veitir ekkert af þessu versi eftir allan ESB og IceSave barlóminn.

 

Hví ganga menn daprir í geði

er Guðs bláa himin þeir sjá?

Mitt hjarta hamast af gleði

í hvert sinn er dögg sest á strá.

 

DSC_0441

Myndirnar með færslunni tók ég inni í Kjarna í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Godann daginn og thakka postinn.

Eg a badar baekurnar Híbýli vindanna og lika Lifsins tre.

Thaer eru badar i miklu uppahaldi hja mer, mer fannst samt fyrri bokin betri.

Eg a ekkert af hans ljodum

bestu kvedjur

Islendingur (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 14:13

2 identicon

Það má alltaf sjá fegurð náttúrunnar þrátt fyrir að skuggar leiki um trjágreinar og ský hylji himinn, það eykur bara fegurðina.  Ég hef lítið lesið eftir Böðvar, ætti sennilega að endurskoða það.  Blómamyndin er orkugefandi, þú hefur greinilega góða tilfinningu fyrir ljósmyndun.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekkert smá falleg mynd.

Sigurður Þórðarson, 20.7.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband