Vondu Reykjavíkurblöðin

hillbillies1[2]

Ég sé mikið eftir Degi gamla.

Hann birti nauðsynlegar fréttir af heimsóknum stórhættulegra aðkomumanna hingað til Akureyrar.

En stundum eru Reykjavíkurblöðin ekkert síðri.

Í Fréttablaði dagsins, sem ríka fólkið í Reykjavík borgar fyrir okkur af rómaðri rausn, er pistill undir yfirskriftinni Vondar vegasjoppur.

Þar er fundið að því að byggðir séu nýir veitingaskálar úti á landi.

En svoleiðis á að sjálfsögðu ekki heima nema í Reykjavík.

Eða eins og segir í pistlinum:

Þetta er bara enn ein birtingarmyndin af hugsunarhætti síðustu ára. Ekkert mátti vera til ára sinna komið, gamalt var ekki flott. Þetta var ömurleg þróun. Þegar stoppað er í nýja Staðarskálanum verður maður þess lítið var að maður sé úti á landi, maður gæti allt eins verið á N1 bensínstöð í höfuðborginni eins og í Hrútafirði. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég loksins slepp úr borginni langar mig ekki að finnast eins og ég sé bara í Ártúnsholti.

Myndin: Þessa dagana spilar hinn vinsæli tónlistarflokkur Vaskir sveinar á dansiböllum í höfuðstað Norðurlands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ÞEIR GÖMLU GÓÐU

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 13:26

2 identicon

Þetta er nú bara dæmigerður málflutningur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þar á allt að gerast og allar framkvæmdir að fara fram. En úti á landi, ætti bara að vera svona frekar frumstætt ferðamannasvæði fyrir höfuðborgarbúana en ekki heilsársbúseta, en kjósi menn að búa þar samt þá að minnsta kosti ekki fara fram á að þar sé opinber þjónusta eða færir vegir til að komast á milli staða.

Kristin Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband