Í nafni örlaganna

D10603_400x300[1]

Sennilega er best að lýsa stefnu íslenskra stjórnvalda sem fatalískri.

Samkvæmt Stanford Encyclopedia of Philosophy er fatalismi það álit að við getum ekki gert annað en það sem við gerum.

Það séu örlögin. Það séu engir aðrir kostir.

Aðeins ein leið sé fær og allt annað útilokað.

Fyrir tæpum mánuði sagði Jóhanna Sigurðardóttir að ríkisstjórnin hefði ekki átt um annað að ræða en að gera Icesave-samninginn.

Takið eftir: Hún sagði ekki bara að ríkisstjórnin hefði þurft að semja um Icesave. Í viðtali á Eyjunni þann 30. júní segir hún að ríkistjórninni hafi verið nauðugur kostur að gera þennan samning.

Annar samningur kom hreinlega ekki til greina.

Hann varð að líta svona út.

Nú þegar ríkisstjórnin er búin að gera samning sem var ekki hægt að hafa öðruvísi heldur fatalisminn áfram.

Nú beinist fatalisminn ekki að ríkisstjórninni heldur Alþingi Íslendinga.

Þar sagði sama Jóhanna í dag að ekki væri kostur í stöðunni fyrir Alþingi að fella samninginn, samkvæmt RUV.

Svo kemur gullkornið "...enda hafi verið skrifað undir hann með fyrirvara um samþykki Alþingis."

Ríkisstjórnin gerir samning sem ekki var hægt að hafa öðruvísi en hann er.

Undir hann er skrifað með fyrirvara um samþykki hins háa Alþingis.

Þegar hann kemur fyrir Alþingi hefur það svo ekki annan kost en að samþykkja hann eins og hann er.

Þetta er fatalismi.

Fatalistarnir leynast víða og ekki vantar lýsingarnar á því hvað gerist ef við förum ekki einu leiðina þeirra.

Í Fréttablaðinu þann 26. júní er fyrirsögn:

Stríðsástand gæti skapast verði Icesave hafnað

Þar segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við HÍ, að Alþingi verði að samþykkja Icesave-samninginn.

Annars fær Ísland hvergi fyrirgreiðslu. Annars fara fyrirtæki unnvörpum í þrot. Annars verður Ísland sett á sama stall og Kúba og Norður-Kórea, segir prófessor Matthíasson.

"Þetta er alveg hrikalega ljót sviðsmynd sem þá kemur upp," bætir hann við.

Svo segja menn að Icesave og ESB tengist ekki!

Fengi Kúba aðild að ESB? Eða Norður-Kórea?

Í Morgunblaðinu 29. júní kemur fatalismi stjórnvalda enn við sögu.

Þar er spjallað við Steingrím J. Sigfússon sem segist nálgast málið af æðruleysi og síðan er bætt við:

Örlögin hafi falið honum að greiða úr þessari skelfilegu stöðu og það hafi hann reynt að gera eftir bestu samvisku.

Og sannið til:

Þegar búið verður að neyða Icesave ofan í okkur í nafni örlaganna koma þeir og segja að Ísland hafi enga aðra leið en að ganga í ESB.

Steingrímur J. Sigfússon er hvorki fyrsti né síðasti valdamaðurinn í veröldinni sem talar í nafni örlaganna.

Myndin: Í heimi fatalistans er bara einn takki virkur. Annað hvort já eða nei. Eftir því sem hentar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svavar, ég er því miður innilega sammála þér.

Ég verð því miður var við andlegan doða, í sambland við sjálfsblekkingu, einhverskonar uppgjöf hjá fjölda fólks. Með straumnum róa menn sem dreymir um að verða feitir þjónar. Þeir vara við hættunni af því ef við viljum ekki skuldsetja okkur í kaf. "Þá munum við ekki fá frekari fyrirgreiðslu", segja þeir.  Þessi blekking er gengsæ. Skuldugasta þóð í heimi þarf ekki lán, hún þarf að borga lán.

Við þurfum trú kjark og hugsjónir.

Sigurður Þórðarson, 24.7.2009 kl. 05:57

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk fyrir góðan pistil!   :)

Baldur Gautur Baldursson, 24.7.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Óttastjórnun " :o))

Vilborg Eggertsdóttir, 24.7.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir fráæran pistil

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.7.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Landfari

Takk fyrir góðan pistil.

Landfari, 25.7.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband