3.8.2009 | 21:11
Eva kysst og Ögmundi klappað
Fólk hefur heldur betur mundað penna og slegið á lyklaborð meðan ég brunaði um víðerni Norður-Þingeyjarsýslu um helgina.
Sumt af því var einstaklega gott að lesa.
Fyrst af öllu nefni ég grein Evu Joly sem birtist í Mogganum og fleiri blöðum.
Þetta var tímamótagrein. Ég kyssi Evu fyrir hana. Loksins þorði einhver að taka málstað Íslands.
Ekki höfðu þau hugrekki til þess sem þiggja laun fyrir að taka málstað Íslands og Íslendinga. Sama hvar í flokki þau eru og hvort sem um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu.
Skömm þeirra er mikil.
Eva Joly þorði að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi.
Fróðlegt að sjá hvernig RÚV fjallar um þögn ráðamanna og viljaleysi þeirra að tala máli Íslands og íslensks almennings.
RÚV stillir þessu upp sem misheppuðum almannatengslum.
Annars er ég nú svo fattlaus að ég átta mig ekki alveg á góðu og vondu gæjunum í hruninu.
En það eru ýmsar vísbendingar sem geta hjálpað manni.
Til dæmis þessar:
Þeir sem emja hæst og mest og fyrst þegar Eva talar eru sennilega ekki í liði með góðu gæjunum.
Árni Snævarr birtir merkileg skriftamál á bloggsíðu sinni. Þar varar hann við þeirri hættu að fjárglæframenn geti skipt sér af störfum blaðamanna og jafnvel rekið þá ef þeim mislíkar.
Þetta skrifar Árni af gefnu tilefni.
Benda má á að stór hluti íslenskra fjölmiðla er enn í eigu þessara manna.
Oft hef ég dáðst að Ögmundi Jónassyni - þótt ekki sé ég alltaf jafn hrifinn. Aðdáun mín á honum minnkaði ekki við þessi skrif hans.
Þar segir hann:
Um hvað snýst slagurinn um bankaleynd núna? Hann snýst um rétt okkar - þessa sama almennings - til að sjá hvernig farið var með okkur. Þarf að segja meira? Þetta er siðleysi af hæstu gráðu. Ekki er nóg með að búið sé að setja bankana á hausinn heldur þjóðfélagið allt - og samt leyfa fjármálamenn sér að tala um það sem mannréttindi að sveipa gjörðir sínar leyndarhjúp!
Niðurstaða: Aflétta verður bankaleynd af ÖLLUM fjármálastofnunum. Ekki bara Kaupþingi, heldur líka Landsbankanum og sparisjóðunum...
Ég er hjartanlega sammála Ögmundi en spyr:
Þarf ekki að aflétta leynd af fleiru en fjármálastofnunum?
Hvernig er með þann leyndarhjúp sem stjórnmálamenn landsins sveipa gjörðir sínar?
Hvers vegna fær þjóðin ekki að vita sannleikann?
Að lokum:
Egill Helgason er alveg bit á þögn stjórnmálamanna um nýjustu afrek peningaglannanna.
Ég er ekki hissa. Síðustu mánuðina virðast íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið upp þá ákveðnu stefnu að þegja um flest það sem skiptir máli.
Myndin er af Harðbaki á Melrakkasléttu.
Athugasemdir
Gott innlegg, og auðvitað þarf að ganga mun lengra. Besta dæmið um ruglið hvað þetta varðar er núverandi ríkisstjórn, tók við völdum undir kjörorðunum "gegnsæi" og "opin stjórnsýsla". *sheesh!*
sr (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:31
Mikið er ég sammála þér Svavar varðandi Evu Joly. Það er alveg með ólíkindum að loksins þegar einhver stingur niður penna og heldur uppi vörnum fyrir íslenskan almenning í þessu Icesave máli þá skuli það vera norskur ríkisborgari. Hverskonar stjórnmálamenn eru þetta eiginlega sem við eigum, það er eins og þeir lyppist niður þegar þeir eru í ríkisstjórn og virðast ekki þora að tala okkar máli á alþjóða vettvangi.
Hallur Jónas Stefánsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:14
Mér finnst Eva gera lítið úr okkur Íslendingum og alls ekki að vera að hjálpa okkur með þessu. Treysti okkar opinberu greiningaraðilum s.s. Seðlabankanum miklu betur en henni.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.8.2009 kl. 01:13
vel skrifað Svavar ! en fröken Þórdís Bára, ert þú með á "nótunum"
ef einhverjir hafa gert lítið úr sínum frama, ja hérna kona, ert þú heil á húfi ? það eru íslenskar brækur sem eru fylltar af saur og Íslendingar sem hafa klæðst þeim svo vandlega að það þarf egna aðstoð við að gera lítið úr sjálfum sér í þessum málum 
Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
www.icelandicfury.com
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 4.8.2009 kl. 10:05
Eva Joly sagði okkur meiri sannleika í einni blaðagrein en ríkisstjórnin hefur gert á hálfu ári. Þrátt fyrir hvert stóra málið á fætur öðru hefur forsætisráðherra ekki séð ástæðu til að ávarpa þjóð sína. Eva Joly kemur fram eins og hún sé þjóðhöfðingi okkar. Við getum sannarlega verið henni þakklát.
Haraldur Hansson, 4.8.2009 kl. 11:25
Makalaust hvað fólk getur bullað.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.8.2009 kl. 13:40
Tek undir þessa bloggfærslu og flest svör.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 17:06
Ég er kátur með þig, séra.
Steingrímur Helgason, 5.8.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.