5.8.2009 | 10:28
Sjúkraskýrslur bankanna
Ekki er ég sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um bankaleynd.
Þeir virðast á hinn bóginn vera nokkuð samstíga í því máli formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðarahöfundur Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings eins og fram kemur í Fréttablaði dagsins.
Sigurður bendir á að bankaleynd sé hugsuð fyrir viðskiptavinina en ekki bankana.
Í leiðara Fréttablaðsins er bent á að trúnaður um sjúkraskýrslur sé heldur ekki hugsaður fyrir sjúkrahúsin heldur sjúklingana.
Þetta tvennt sé sambærilegt.
Þá gleymist að því sjúkrahúsi er hér um ræðir tókst að stefna lífi flestra sjúklinga sinna í stórhættu. Og landinu öllu sem síðan hefur verið í alþjóðlegri sóttkví.
Fámennur hópur naut svo sérstakrar vildarmeðferðar spítalans, nefnilega stjórn sjúkrahússins.
Hinir viðskiptavinirnir, hálf farlama eftir dvölina á sjúkrahúsinu, eru svo látnir borga brúsann fyrir forréttindahópinn, af örorku- og atvinnuleysisbótunum sínum.
Þetta kemur fram í sjúkraskýrslunum og því ekki nema skiljanlegt að sumir vilji ekki að þær séu lesnar.
Myndin: Ágústkvöld í Öxarfirði
Athugasemdir
Þetta er snilldar samlíking..
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 10:43
vel sagt
Steinar S (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:20
mætti nota hana meira...
Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 11:48
Bankaleynd er nauðsynleg. Hún er til að vernda hagsmuni þeirra sem stunda heilbrigð og heiðarleg bankaviðskipti. T.d. samkeppnishagsmuni.
Í öllu því sem nú hefur verið afhjúpað er hins vegar fátt heilbrigt og enn færra heiðarlegt. Það er ekki samfélaginu í hag að vernda slíkt framferði með bankaleynd. Það var ekki tilgangurinn með henni.
Haraldur Hansson, 5.8.2009 kl. 16:09
Sæll Svavar. Yndislega falleg mynd úr Öxarfirðinum fagra. Ég átti þar bústað áður fyrr, lærði í Lundi og elska þennan stað.
Ég er alveg sammála Bjarna. Ég hef verið að setja inn komment þar sem menn tala um bankaleyndina eins og hluta af þessum ömurlegu aðgerðum sem nokkrir forhertir fjárhættuspilarar hafa viðhaft og komið þjóðinni í. Fyrir mér er það alveg ljóst að ef afnema á bankaleynd eða bankatrúnað þá á sú starfsemi sér erfiða framtíð. Þessar fréttir sem um ræðir úr KB, og eru væntanlega svipaðar í öðrum fjármálastofnunum, koma fólki varla á óvart. Ég held að sérstakur saksóknari hefði upplýst þessar tölur í heild sinni án þess að þessi leki hefði komið fram en KBmenn áttu enga aðra leið í stöðunni en fara fram á lögbann þar sem lögin kveða svo á um að þetta er lögbrot. Þið eruð flinkir í dæmisögum prestarnir
en ef morðóður læknir hefði starfað á spítalanum hefði þá ekki lögreglan og dómstólar séð um málið og það þá ekki lengur trúnaðarmál? Hvenær er annars messa hjá þér næst ? kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.8.2009 kl. 00:05
Ég sem þátttakandi í þessu samfélagi og greiðandi skulda sem ég svo sannarlega stofnaði ekki til, tel mig eiga fullan rétt á þvi að vita hversu frjálslegt lánafyrirkomulag umrædds banka var. Hvar eru peningarnir sem Seðlabankinn gaukaði að bankanum á síðustu augnablikunum fyrir fall hans. Ég vil vita hvert þeir fóru. Ég tók lán í banka og er fyrir því er fullt veð. Hvað annað?
Þjóðfélagið logar stafnanna á milli m.a. vegna Icesave skulda, sem hverjir stofnuðu til? Voru það ekki einhverjir af þessum gæjum sem fengu hagstæðu lánin sem þeir þurfa svo ekki að borga. Mér finns eðlilegt að ég sem skattborgari og greiðandi lána (segi þð enn og aftur) fái að vita hverjir eru í þessum þá íka forréttindahópi. Svavar þetta er fyrirtaksfín samlíking hjá þér. Haltu þessu endilega áfram. Bestu kveðjur, Magga
Magga Rikka (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.