15.8.2009 | 15:26
Skítt með fólkið
Loksins náðist samstaða um lyktir Icesave-málsins.
Margt bendir þó til að sá endir sé ekki nema hálfleikur og þjóðin geti stytt sér stundirnar með því að rífast um Icesave eitthvað fram eftir vetri.
En stjórnmálamenn eru samt byrjaðir að eigna sér sigurinn og andstæðingum afhroð.
Þeim virðist sem fyrr sama um fólkið.
Aðalatriðið er hvernig þeir geti upphafið sig og sinn flokk og komið höggi á hina.
Icesave-samningurinn er að mínu mati óaðgengilegur fyrir Ísland nema þá með ströngum fyrirvörum.
Ég fagna því að þó þessi samstaða náðist um fyrirvarana en skil samt ekki fólk sem fagnar samningunum sem slíkum.
Og það er gjörsamlega óviðunandi að þeir sem eiga að gæta hagsmuna íslensks almennings eigi sér helst ekkert takmark æðra en að slíkar drápsklyfjar verði lagðar á þjóðina.
Ummæli norska fjármálaráðherrans, Halvorsen, eru fyrir neðan allar hellur. Hún lítur þannig á að Icesave-skuldirnar séu refsing fyrir frjálshyggjuflipp síðustu ára.
Þetta eru undarleg skilaboð til einstæðra mæðra á Íslandi, öryrkja eða fólksins sem búið er að missa vinnuna og hefur þurft að horfa upp á skuldirnar sínar bólgna út en eignirnar brenna.
Ykkur var nær! Skammist bara til að borga!
Icesave er eins konar alþjóðleg sekt á Ísland fyrir að hafa kosið vitlaust í kosningum síðustu ára.
Því miður er of mörgum stjórnmálamönnum hjartanlega sama um fólkið.
Myndin er af Sundskála Svarfdæla sem ég held að hafi verið fyrsta yfirbyggða sundlaug á Íslandi. Eyjafjörðurinn blasir við, Hrísey og Látraströnd handan fjarðar.
Athugasemdir
Godann daginn Svavar.
Thakka pistilinn. Thad var gaman ad sja thessa mynd af Sundskalanum.Thar sem eg laerdi ad synda, sennilega um 1945, tha 7 ara, eda var thad 1946.
Tha vorum vid keyrd fra Dalvik frammeftir i forlata Ameriskri drossiu sem eg man ekki lengur hvada tegund, eda hver thad var a Dalvik sem atti thetta forlata taeki.
Bestu kvedjur
Islendingur (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:08
Svafar minn.
þarna skjátast þér hrapalega, fyrsta yfirbyggða sunlaug landsins er á Laugum í Reykjadal, að jálfsögðu í S-Þing.
Kveðja úr Báðardal
Jónas Sigurðarson
Jónas Sigurðarson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:18
Rétt hjá þér Jónas. Þetta átti ég að vita og fyrirgefðu bullið í mér. Það er ekki að spyrja að ykkur Þingeyingunum - enda tel ég mér til tekna að vera ættaður úr þessari flottustu sýslu landsins.
Svavar Alfreð Jónsson, 21.8.2009 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.