20.8.2009 | 08:28
Amma axli ábyrgð
Í gærkvöld neitaði fyrrverandi bankastjóri hins gjaldþrota Kaupþings að biðjast afsökunar. Hann skuldaði þjóðinni ekkert þannig.
Forstjóri hins fallna Kaupþings sagði ekkert athugavert hafa verið við lánastarfsemi bankans. Seðlabankinn hafi gert skelfileg mistök.
Í dag les ég það svo í leiðara Fréttablaðsins að þjóðin verði "að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld réðust í að gera".
Smám saman er að koma í ljós að þetta var alls ekki bankastjórunum og útrásarvíkingunum að kenna.
Þetta er þjóðinni að kenna. Hún kaus svo hrikalega vitlaust. Einkum kjósendur Sjálfstæðisflokksins.
Böndin berast að ömmu.
Hún ætti að sjá sóma sinn í því að biðja bankastjórana afsökunar á því að setja bankana þeirra á hausinn og gera auðmennina gjaldþrota.
Myndin: Horft úr Flatey á Skjálfandi yfir í Flateyjardal. Ég held að húsið á dalnum sé bærinn Jökulsá.
Athugasemdir
Ég er nú enn að bíða þess að guð biðji mannkynið afsökunar.... waiting...
DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:08
Það er hollt að bíða eftir góðu.
Hólmfríður Pétursdóttir, 21.8.2009 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.