23.8.2009 | 12:02
Í minningu sr. Péturs
Í gær var ég viðstaddur fallega athöfn í kirkjumiðstöðinni á Vestmannsvatni.
Þar var sungin messa í tilefni af 45 ára afmæli staðarins.
Við athöfnina var vígt nýtt altari sem aðstandendur sr. Pétur heitins Þórarinssonar gáfu í minningu hans. Elín móðir sr. Péturs saumaði fallegan dúk sem prýðir altarið. Á honum standa upphafsorðin úr sálminum góða "Í bljúgri bæn" en bróðir Péturs, sr. Jón Helgi, sagði við athöfnina að mjög líklega hefði hann verið ortur á Vestmannsvatni.
Um árabil var sr. Pétur sumarbúðastjóri á Vestmannsvatni og ávallt einn helsti velunnari staðarins.
Sr. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi prestur á Grenjaðarstað lét sig ekki vanta á athöfnina þrátt fyrir háan aldur og góðar kveðjur bárust frá öðrum frumkvöðli Vestmannsvatns, sr. Pétri Sigurgeirssyni.
Veðrið var eins og það getur fegurst orðið. Sól og blankalogn. Allt var í hátíðarskapi.
Á myndinni sjást foreldrar sr. Péturs, systkini og ekkja við altarið.
Athugasemdir
rosalega er þetta fallegt altari svavar. Vildi svo sannarlega hafa getað verið með ykkur. Hugsa reglulega til þess góða tíma sem ég átti á vestmansvatni (allt þér að þakka) Hafðu það gott og guð veri með þér
gummi (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 12:15
Jón Helgi, sem þarna sést fyrir miðju er virtur og dáður af öllum, þar sem ég bý, í Langholtshverfinu sem hann er sóknarprestur.
Sigurður Þórðarson, 23.8.2009 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.