Hrokinn og andbókasafn

DSC_0523 

Á hinu frábæra bloggi Láru Hönnu er þetta innanbúðargagn frá Kaupþingi.

Eftir að hafa skoðað það sannfærist ég enn betur um þátt hrokans í hruninu.

Maðurinn ýmist ofmetur sig eða vanmetur.

Og sennilega gæti bæði frjálshyggja og kommúnismi gengið ef ekki kæmi til eðli mannsins.

Ég er að lesa alveg stórmerkilega bók. Hún heitir Der Schwarze Scwan. Die Macht höchst unwahrscheinlicher Ereignisse. (Á frummálinu The Black Swan. The Impact of the Highly Improbable)

Höfundur hennar heitir Nassim Nicholas Taleb. Hann er frá Líbanon og er prófessor í óvissuvísindum við amerískan háskóla.

Á heimasíðu sinni segir hann.

My major hobby is teasing people who take themselves & the quality of their knowledge too seriously & those who don´t have the courage to sometimes say: I don´t know...

Taleb fjallar m. a. um svonefnt antíbiblíótek.

Hann segir snillinginn ítalska Umberto Eco eiga einkabókasafn upp á 30.000 bindi. Gesti bókasafnsins flokkar Eco í tvo hópa.

Annar tekur andköf og segir:

"Váááá signore professore dottore Eco! Þvílíkt bókasafn! Og hvað eruð þér nú búinn að lesa mikið af öllum þessum bókum?"

Hinn hópurinn, mikill minnihluti, gerir sér grein fyrir því að bókasafn notar maður ekki til að pólera egóið sitt heldur þjónar það rannsóknarstörfum.

Því meira sem við vitum því betur gerum við okkur grein fyrir hvað við vitum ekki.

Því meira sem við lesum því lengri verða raðirnar af öllum ólesnu bókunum sem við vitum um.

Það er andbókasafn.

Andbóksafnið myndast af þekkingarþrá mannsins en er um leið minnisvarði um takmarkanir hans.

Ég verð upptekinn af óvissuvísindum næstu vikurnar og allt verður yndislega óvíst og ómögulegt að plana hlutina.

Myndin er af Paradísarlaut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegur vinkill,Svavar. Líka myndin frá Norðurárdal hinum syðri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:40

2 identicon

Óvissan er mikilvæg því hún útilokar alla nauðung og skapar svigrúm fyrir frelsi og kærleika. Það er í rauninni óvissan sem gerir alla hluti mögulega. Er ekki frá því að í einhverjum bókakassanum, sem ég tók með mér að utan, leynist einmitt umrædd bók á ensku. Mun hún sóma sér vel í "andbókasafninu" mínu.

Kristinn Jens Sigurþórsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 07:31

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gríðarlega falleg mynd, minnir mig á Ásbyrgi.

Hvar er Paradísarlaut?

Sigurður Þórðarson, 27.8.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Takk, Sigurður, lautin er rétt hjá Bifröst, neðan við veginn, hjá Glanna.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.8.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Svavar.

Ég hitti séra Þóri Stephensen á morgnana í sundi  og við ræðum  flest annað en EB.  Ég sagði honum að ég hefði gaman af að líta við hjá þér í blogginu og var hann ekki hissa á því og sagði m.a. að þú værir gott sálamaskáld og bað kærlega að heilsa. 

Sigurður Þórðarson, 28.8.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Berðu Þóri bestu kveðju frá mér næst þegar þú hittir hann.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.8.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband