Samtök æruníðinga

 DSC_0008

Nú eru allnokkrar umræður um orðbragð á netinu.

Mín skoðun er sú að netið eigi ekki að nota til að útbreiða róg, lygar og svívirðingar um fólk.

Ég geri mér grein fyrir að ekki eru allir sammála um þetta og vilja endilega fá að útbreiða óhróður, lygar og svívirðingar um nafngreinda einstaklinga á netinu.

Ég geri mér grein fyrir því að ótrúlega margir vilja fá frið og næði til að níða æruna af náunganum og troða mannorð hans í svaðið.

Hagsmunasamtök æruníðinga rísa upp á afturlappirnar og krefjast réttinda.

Landsfundur Íslenskra rógbera sendir frá sér harðorða yfirlýsingu. Þar á bæ finnst mönnum mjög að sér vegið.

Mannorðsmorð eru hluti af umræðunni!

Rógur og svívirðingar eru hluti af frelsinu sem ekki má skerða!

Það eru sjálfsögð lýðréttindi að mega sletta drullu á aðra!

Ég minni á að peningaglannarnir vildu líka fá frið og næði.

Þeir heimtuðu sitt frelsi og ráku upp sár kvein ef skerða átti frelsi þeirra til athafna.

Hér er allt á öðrum endanum vegna þess að menn áttuðu sig ekki á því að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 

Ein af orsökum hrunsins er sú að menn gleymdu því að allt frelsi þarf ramma.

Annars umhverfist það í andstæðu sína.

Frelsi til að útbreiða kerfisbundið lygar um fólk til þess að níða af því æruna mun breytast í óskapnað.

Ef samfélagið gefur slík skotleyfi á manneskjur getur farið að styttast í að ofbeldismennirnir fái önnur og skilvirkari skotleyfi.

Myndin: Kerahnjúkur er hæsti tindur við Ólafsfjörð, rétt tæpir 1100 metrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt hjá þér... málið var að örfáir einstaklingar fengu meiri réttindi en aðrir og eða stunduðu starf sitt af kæruleysi eða skilningsleysi... nú eða bara púra græðgi.

Nú fara þessir sömu einstaklingar fram á að tjáningar og persónufrelsi fórnarlamba þeirra verði skert...

Hugsa dýpra Svavar... þú vilt varla fara að taka af okkur mannréttindi til að hlífa útrásarvíkningum ... og stjórnmálamönnum.

Og talandi um ramma utan um frelsið... eru það rimlar sem þú tekur ákvörðun um .. eða hvernig ætlar þú að hafa þetta karlinn minn

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 17:46

2 identicon

Auðvitað á fólk sem ekki er raggeitur og aumingjar að skrifa undir fullu nafni, hvaða aumingi þorir ekki að skrifa undir eigin nafni ef hann er að segja sannleikann?

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ragnar, þeir sem ekki skrifa undir nafni geta vel haft aðrar ástæður fyrir því en aumingjaskap. Mér finnst það á hinn bóginn aumingjaskapur að níða niður fólk í skjóli nafnleyndar.

Svavar Alfreð Jónsson, 7.9.2009 kl. 18:17

4 identicon

Ég hef sagt það áður og endurtek hér, Ragnar ætti að nota alias´:)
Svo verður Raggi líka að átta sig á að sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Reyndar á Svavar heiður skilin fyrir að taka á móti mínum athugasemdum.. það er virðingarvert, trúaðir mættu margir hverjir taka þetta sér til fyrirmyndar!!

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:55

5 identicon

Og hvernig ætlar þú að setja regluverk um það Svavar??  Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa ástæður fyrir sinni nafnleynd? Mér heyrist mælt fyrir því að öllum skuli refsað fyrir brot fárra, svona eins og viðgengst allt of oft hér í þessu þjóðfélagi því miður, og ég er satt best að segja búin að fá mig fullsadda að slíkum sem stuðla að því. Ekki þarf að leita lengra en inn í skólakerfið til að finna það.

Það er ekki nokkur vandi fyrir þá sem hafa  þekkingu til,  að koma böndum yfir þá sem misnota þetta frelsi og  það ber að gera, en ekki  fá móðursýkistkast og heimta bönd á alla sem hugsanlega gætu brotið af sér.

(IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Svavar ég held að það sem fyrst og fremst sé að er að fólk í sem hefur komið sér í forustu í þjóðfélagi okkar skortir lítillæti og þjónustulund, það tekur ekki við gagnrýni og nýtir sér hana heldur velur að koma fram af stærilæti og vera jafnvel sjálft með skítkast.  Þetta veldur því að sumir falla í sömu gryfju og þeir og gera það undir nafnleysi af ótta við hefndaraðgerðir frá þeim sem völdin hafa.  Og það er staðreynd að þeir hefna sín.  Ef þeir sem hafa forustu myndu fara eftir "Það sem þú villt að aðrir menn gjöri yður, það skalt þú og þeim gjöra" og hefðu kærleika þá held ég að þetta mál væri úr sögunni.

Einar Þór Strand, 8.9.2009 kl. 10:11

7 identicon

Einar... "Það sem þú villt að aðrir menn gjöri yður, það skalt þú og þeim gjöra"...<--- Þetta er stúpid setning á marga vegu.. .hvað ef maður er sadomaso :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:42

8 Smámynd: Einar Þór Strand

DoktorE þá færðu það til baka sem þú villt er það ekki?  Mátt ekki fara að hvolf þó vitnað sé í Biblíuna er góð bók fyrir alla hvort sem þeir trúa eða ekki, alla vega ekki verri en George Brandes.

Einar Þór Strand, 8.9.2009 kl. 11:19

9 Smámynd: Einar Þór Strand

DoctorE getum líka breytt henni þó það sé ekki til góðs.

Gerðu ekki öðrum það sem þú villt ekki að aðrir gerir þér, svona ef þér líður betur.  Svo er bara að muna eftir Kærleikanum en honum fylgir umburðarlyndið.

Einar Þór Strand, 8.9.2009 kl. 11:24

10 Smámynd: Egill

það vantar einungis að þú segir að við verðum að vernda börnin !! þá væri þessi pistill þinn 100 %.

úff hvað sumir eru ekki með á nótunum þegar kemur að tjáningarfrelsinu.

Egill, 8.9.2009 kl. 14:53

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, hjartanlega sammála þér Svavar þar sem þú segir;

Mín skoðun er sú að netið eigi ekki að nota til að útbreiða róg, lygar og svívirðingar um fólk.

Ein er sú samantekt 66 bóka sem hefur að geyma ýmsan óhróður í garð kynþátta, trúarhópa og ekki síst trúleysingja (vantrúaða). Þessi samantekt er nefnd einu fallegu nafni - Biblían - og er til á netinu þýdd yfir á helstu tungumál heims.

Hér er smá sýnishorn móðgandi ummæla í garð trúleysingja (vantrúaða):

 Tít 1:15 "Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska."

og ennfremur sbr. Op. 21:8 "En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."

Prestar, djáknar og trúaðir einstaklingar halda því fram að þessi orð séu &#39;heilög&#39; og &#39;innblásin af Heilögum Anda&#39;.

Er ekki rétt að fjarlægja svona ummæli úr einni útbreiddustu bók á netinu?

Sigurður Rósant, 8.9.2009 kl. 19:44

12 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sigurður, ég fagnað því að við erum sammála um að netið eigi ekki að nota til að útbreiða róg, lygar og svívirðingar um fólk.

En ég er ekki viss um að besta leiðin til að berjast gegn því að netið sé notað til að níða æruna af fólki sé sú að banna Biblíuna.

En ef þú telur að Biblían sé sökudólgurinn í þeim mannorðsmorðum sem fram fara á netinu verður þú auðvitað að berjast fyrir því að hún verði bönnuð til að níðinu linni.

Svavar Alfreð Jónsson, 8.9.2009 kl. 21:45

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Stjórnendur netbloggsins hafa lokað fyrir þá sem útbreiða róg, lygar og svívirðingar um fólk og hópa fólks. Þau tilfelli sem ég man eftir voru þó svona á mörkum þess að teljast nógu alvarleg, en vissulega fóru menn þar full gáleysislega í yfirlýsingum.

Biblían og siðareglur þær sem finna má í ýmsum ritum hennar geta vissulega gagnast mörgum og margir hafa notað þær reglur sér og öðrum til góðs. Eins er það með bloggið. Margir blogga þar sjálfum sér og öðrum til aukinnar þekkingar og þroska. Sumir sjá að sér og fjarlægja óviðeigandi yfirlýsingar sínar og annarra, en það virðist hins vegar ekki hægt að gera við óviðeigandi yfirlýsingar sem menn nota gegn hver öðrum úr ritum Biblíunnar. Þar stendur bókstafurinn óhaggaður og óafturkræfur, ýmsum minni máttar til tjóns eða ama.

Þau dæmi sem ég nefndi hér að ofan, eru þess eðlis að það mætti vel þurrka þau algjörlega út úr riti Títusarbréfsins og Opinberunarbókarinnar. Biblían yrði hreinni og fallegri á eftir.

Sigurður Rósant, 9.9.2009 kl. 15:04

14 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ýmislegt stendur í Biblíunni, Sigurður, en ég er ekki viss um að þegar hún talar um vantrúaða sé einkum átt við meðlimi í félaginu Vantrú á Íslandi.

Eflaust mætti hreinsa eitt og annað úr heimsbókmenntunum til að gera þær "hreinni og fallegri" en mér finnst það, með fullri virðingu, ekki koma þessu máli mikið við.

Svavar Alfreð Jónsson, 9.9.2009 kl. 16:33

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Ekki veit ég hvernig þeir í Vantrú taka þessum skætingi á netinu, en ég tek þessi ummæli til mín. Ég er trúlaus (vantrúaður). Get ekki skilið þessi orð á annan veg.

En ruglaðu ekki saman heimsbókmenntum og trúarritum. Heimsbókmenntir eru fáar á netinu, eftir því sem ég best veit.

Myndirnar þínar við færslurnar eru virkilega litríkar og skemmtilegar. Gleymdi að hrósa þér fyrir þær. Læt þessu rausi lokið að sinni. Með kveðju.

Sigurður Rósant, 9.9.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband