Vetrarstarf kirkjunnar

DSC_0035 

Um þessar mundir er vetrarstarfið að fara af stað í kirkjum landsins.

Þar er ýmislegt að gerast. Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því fjölbreytta og þróttmikla starfi sem fram fer í kirkjunum.

Við í Akureyrarkirkju hefjum vetrarstarfið með formlegum hætti næsta sunnudag. Fjölskyldumessa verður kl 11 og strax á eftir fundur með foreldrum fermingarbarna. Síðan er opið hús í Safnaðarheimili með léttum veitingum og kynningu á starfi kirkjunnar.

Sóknarnefndir bera fjárhagslega ábyrgð á kirkjustarfi. Vegna efnhagsástandsins eru peningar þeirra minni en áður þótt þörfin fyrir starfið hafi síst minnkað í kreppunni.

Kirkjurnar verða að hagræða í rekstri. Dregið verður stórlega úr framkvæmdum og aðeins brýnasta viðhaldi sinnt. Þannig verður reynt að forða því að kreppan komi niður á starfinu og þjónustunni.

Nú kemur sér líka vel að Þjóðkirkjan hefur á að skipa fjölmörgum vinnufúsum sjálfboðaliðum. Þökk sé þeim fyrir þeirra velvild og starfskrafta.

Vel fer á því að hafa gróskumynd með þessari færslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En kirkjur eru skurðgoð/idol... biblían líka.

Eru menn ekki að missa af miðanum til himnaríkis þegar þeir eru að stússast í þessu öllu saman

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband