Þetta kalla ég upplýsta umræðu

DSC_0167 

Umræðan gerist sennilega ekki upplýstari en í Kastljósi kvöldsins.

Fyrst spjölluðu tveir karlar um viðbrögð Breta og Hollendinga við ísklafafyrirvörunum.

Þess ber að geta að viðbrögðin sem karlarnir töluðu um eru trúnaðarmál.

Er hægt að hugsa sér betra sjónvarpsefni? 

Pólitíkusar að tala við alþjóð um efni sem er algjört trúnaðarmál.

Þegar stjórnmálamennirnir höfðu loksins úttalað sig í botn um helstu atriði trúnaðarmálsins hélt hin upplýsta umræða áfram.

Næstu tveir karlar tjáðu sig um umdeilda leiksýningu í Þjóðleikhúsinu.

Reyndar hafði annar þeirra ekki séð sýninguna sem hann var að tjá sig um.

Ekki kæmi mér á óvart þótt forráðamenn Kastljóss hefðu lagt töluvert á sig til að finna mann til að tala um leiksýningu sem hann hafði ekki séð.

Vel fer á því að bjóða þjóðinni upp á mann að tjá sig um sýningu sem hann hefur ekki séð á eftir stjórnmálamönnum að tjá sig um efni sem er algjört leyndarmál.

Þetta verður ekki toppað nema með því að fá mann í sjónvarpið til að tjá sig um leyndarmál sem hann hefur ekki séð.

Myndin: Í Fjörðum gægðust allt í einu upp fjall og lamb.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gildir þetta þá ekki alltaf þegar talað er við presta um Gvuð? :)

Matthías Ásgeirsson, 18.9.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Alltaf góður, Matthías!

Svavar Alfreð Jónsson, 18.9.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið á blessað lambið gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ísklafafyrirvörum sem stjórnin vill rifa fyrir Breta og Hollendinga svo að þeir reynist ekki tálmi fyrir Evrópuhraðlestina.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2009 kl. 18:04

4 identicon

Já, mikið á lambið gott núna í sláturtíðinni. Annars finnst mér gaman að koma á þetta gogg og skoða myndirnar, alveg frá því ég uppgötvaði myndina í færslunni "nærgætni". Sú mynd er hreint listaverk og ég væri alveg til í að kaupa stækkaða útgáfu af henni og hengja hana upp hjá mér.

Ertu með myndaalbúm einhvers staðar á Netinu þar sem maður getur skoðað allar myndirnar þínar í einu?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér fyrir, Bergur. Ég er að koma mér fyrir á Photobucket.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.9.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband