Góðir áheyrendur!

DSC_0188 

Alltaf finnst mér notalegt þegar útvarpsmenn heilsa mér með kveðjunni "góðir áheyrendur".

Ekki er nóg að hafa gott útvarp eða góða fjölmiðla.

Við þurfum líka góða áheyrendur, áhorfendur og lesendur.

Og þegar ég tala um góða er ég ekki að tala um þæga.

Ég er að tala um fólk sem notar dómgreind sína.

Ef við notum dómgreindina segir hún okkur að það sé ekki nóg að fletta dagblaði, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp til að sjá veröldina eins og hún er.

Einn fáránlegasti frasi fjölmiðlanna er að þeir spegli bara veröldina eins og hún sé. Þess vegna séu þeir eiginlega yfir gagnrýni hafnir.

Það þýðir jú ekkert að rífast við spegilinn.

Dagblað skrifar sig ekki sjálft. Útvarp talar ekki sjálft. Sjónvarpið myndar ekki sjálft. Fréttirnar semja sig ekki sjálfar.

Sá sem segir að fjölmiðlar séu bara spegill er þess vegna að segja að fjölmiðlafólkið sé bara speglar. Það sé óskeikult eins og páfinn.

Góðir áheyrendur vita betur. Þeir vita að mönnum skjátlast.

Þeir nota dómgreindina.

Myndin: Á þessum stað, neðarlega í Aðaldal, er nánast allt sem náttúran hefur upp á að bjóða. Sandur, fjara, sjór, jökulá, bergvatnsá, vötn, hraun, kjarr, skógur, tún, fjöll, hálsar, engi, akrar, gjótur, lautir, sprungur, snjór, víkur og björg. Item sumarhúsabyggð og flottur nánast ónotaður flugvöllur með öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Það er rétt það gerir sig ekkert sjálft og ekkert er sjálfgefið. Það er hinsvegar ekki öllum gefið að skilja það og ég held að hamingjan felist mikið í þeirri lýsingu sem kemur fram þegar þú lýsir myndinni. Þá á ég við hæfileikann að sjá í gegnum yfirborðið og meðtaka hvað það sem er fyrir augum manns. Að sjá, skilja og njóta þess fagra og góða það er málið. Ég var einu sinni í æfingarflugi á einkaflugvél og lenti Húsavíkurflugvelli ( í Aðaldal ) án talstöðvar og var svo óheppin að það voru eftirlitsmenn frá Flugmálastjórn staddir á staðnum. Þeir margkölluðu mig upp en ég lenti í mestu makindum og heilsaði þeim bara inni í húsi. Alveg dæmigert fyrir mig.  kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.9.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband