Gegnsæir borgarar

DSC_0177 

Nú er mikið talað um gegnsæi enda margir orðnir þreyttir á þeirri mygluðu leynd sem hvílt hefur yfir gerðum íslenskra stjórnvalda.

Margt bendir til þess að þessi leyndarárátta ráðamanna sé að versna. Upplýsingunum er annað hvort haldið leyndum fyrir borgurunum eða rangar gefnar til að fela sannleikann.

Á sama tíma og stjórnvöld fela sig og sitt er svo alltaf verið að gera okkur borgarana gegnsærri.

Ríkið býr yfir ýmsum líffræðilegum upplýsingum um okkur. Viðskiptalífið vill vita í hvað við eyðum peningunum okkar. Vinnuveitendur fylgjast með okkur í eftirlitsmyndavélum. Það er fylgst með okkur við hraðbankana, í verslununum og á bensínstöðvunum. Ókunnugt fólk njósnar um tölvunotkun okkar og símtöl.

Smám saman skreppur einkalíf okkar saman.

Samkvæmt pólitískri rétthugsun á almennilegt fólk ekki að hafa neitt að fela. Er ekki eitthvað að hjá þeim sem amast við ofangreindri þróun? Við hvað eru þeir hræddir? Hvað þolir ekki dagsljósið?

Nútímamaðurinn virðist líka vera haldinn mikilli sýniþörf sem m. a. sést í bloggi og á feisbúkki. Þar er fólk gjarnan að upplýsa ókunnuga um einkalíf sitt.

Í nýrri bók "Angriff auf die Freiheit" (Árás á frelsið)  halda rithöfundarnir Ilija Trojanow og Juli Zeh því fram að allt þetta gegnsæi borgaranna sé farið að ógna frelsi þeirra og réttindum.

Þau minna á að frelsið er ekki gefið í eitt skipti fyrir öll. Það kosti stöðuga baráttu að vera frjáls.

Myndin er nýleg og tekin við Öxnadalsá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fjúkk! Hélt að þetta væru hamborgar þegar ég sá fyrirsögnina.
Kletturinn í ánni er flottur.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2009 kl. 05:21

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já valdið spillir.  Það er öfugsnúið að stjórnvöld sem eiga að starfa í þágu okkar kjósi að gera það í leynd en vilji á sama tíma vera með nefið í hvers manns koppi.  Þetta vekur spurningu: Eru  stjórnvöld fyrir fólkið eða fólkið fyrir stjónvöld?

Myndirnar alltaf góðar, vonadi safnarðu þeim í albúm, til að birta á Netinu.

Sigurður Þórðarson, 26.9.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband