28.9.2009 | 13:39
Fokking skuldir óreiðumanna
"Guð blessi Ísland" og "helvítis fokking fokk" eru gjörólíkar yfirlýsingar en eiga það sameiginlegt að vera upprunnar í hruninu sem varð hér fyrir einu ári.
Önnur yfirlýsing sem ætíð verður tengd hruninu er svona:
"Við borgum ekki skuldir óreiðumanna."
Í hana er gjarnan vitnað. Síðast í fréttatíma útvarps í morgun.
Ég lýsi mig fullkomlega sammála henni.
Íslendingar eiga ekki að borga skuldir óreiðumanna.
Íslendingar eiga að standa við skuldbindingar sínar en það þýðir ekki að íslensk alþýða eigi að greiða skuldir sem hún stofnaði ekki til og ber ekki ábyrgð á.
Við borgum ekki skuldir óreiðumanna!
Víða um heiminn er tekist á um þetta:
Forsvarsmenn einkafyrirtækja, sem kröfðust frelsis til athafna og frábáðu sér afskipti ríkisins, koma nú á hnjánum og heimta peninga frá ríkinu, frá almenningi sem búið er að arðræna og skuldsetja í botn og í topp.
Gróðinn var einkavædddur en nú á að ríkisvæða tapið. Hagnaðurinn rann í vasa fárra en nú skulu vasar fjöldans tæmdir til að borga afhroðið.
"We won´t pay for their crisis!" stendur á mótmælaskiltum í Lundúnum.
"Wir zahlen nicht fuer eure Krise!" er hrópað í Þýskalandi.
Það ískyggilega við íslenska hrunið er að hér á landi telst það hafa verið glæpur að halda því fram að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna.
Íslenskir fjölmiðlar virðast þeirrar skoðunar að slíkar yfirlýsingar verðskuldi hryðjuverkalög og séu að því leyti í flokki með árásinni á tvíburaturnana.
Ég tek undir allar ofangreindar hrunyfirlýsingar og segi:
"Guð blessi þá sem ekki vilja að þjóðin borgi fokking skuldir óreiðumanna."
Myndin: Vegurinn fram í hinn ægifagra Djúpadal.
Athugasemdir
Thakka postinn.
Hvar er thessi fallegi Djupidalur ?
Er thad sa sem er fyrir sunnann ?
Islendingur (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:05
Djúpidalur er einn af þverdölum Eyjafjarðar, upp af Saurbæ. Á eftir að hlusta á aríuna sem þú sendir mér. Stefni að því í kvöld.
Svavar Alfreð Jónsson, 28.9.2009 kl. 14:19
Mikið er ég sammála þér, menn misfóru með frelsið og við eigum ekki að greiða neitt af því sem óreiðumenn stofnuðu til á erlendri grund. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að við verðum einangruð líkt og ýmsir vilja halda fram. Það er engin samnefnari með Íslandi og td. Norður Kóreu eða Írak. Það hafa fáir látið lífið við það eitt að tapa aurunum sínum, annað gildir um hel.... hernaðarbröltið.
Guðmundur Jóhannsson, 28.9.2009 kl. 17:38
Sammála þér, Nú gefa Bretar það upp að orð Dabba hafi orðið til þess að þeir settu á Ísland hryðjuverkalögin sem hafa valdið okkur miklum skaða, Dabbi ákvað líka að Íslendingar væru í hópi hinna fúsu þjóða við stríðið í Írak, og spurði þá ekki þjóðina álits, fyrir þetta verður þjóðinni refsað, nú ætlar hægri öfgaflokkurinn greinilega að láta Dabba ávinna sér fleiri og kannski stærri afrek. Hvernig væri nú að staldra við og athuga til hlýtar afrekaskrá Dabba, það er orðinn frekar ógeðslegur ferill, sem þessi gaur hefur afrekað fyrir Ísland, mér finnst nóg komið, og þótt fyrr hefði verið.
Hvað kostar maðurinn orðið í peningum? fyrir Ísland? ég fæ hvergi séð að hann hafi áunnið þjóðinni nokkurn hlut, frá því hann byrjaði að valda okkur leiðindum hér, í þessu landi, aldrei neitt, ekki krónu!
Robert (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 20:50
Heyr heyr !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2009 kl. 22:12
Sæll Svavar, þakka guðsblessuinina og tek undir með "prédikaranum".
Sigurður Þórðarson, 29.9.2009 kl. 05:51
Tek undir með höfundi. Sérstaklega niðurlaginu. Dabbi rokkar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.9.2009 kl. 07:09
Ég get svo svarið að ég hélt ég hefði skrifað athugasemd við þessa grein. Æðri máttarvöld virðast hafa gripið inn í.
Matthías Ásgeirsson, 29.9.2009 kl. 13:15
Matthías, kannski það hafi verið hönd Guðs?
Sigurður Þórðarson, 29.9.2009 kl. 19:11
Matthías, þessi færsla fjallar ekki um aðskilnað ríkis og kirkju.
Ég hafnaði annarri athugasemd frá öðrum ágætum manni og vini sem ábyggilega skilur að ég vil síður að hér standi hnjóð um heilar fjölskyldur. Börn velja sér ekki foreldra.
Svavar Alfreð Jónsson, 29.9.2009 kl. 20:17
Athugasemd mín fjallaði ekki um aðskilnað ríkis og kirkju Svavar.
Hún fjallaði um að vera neyddur til að borga fyrir aðra þó það komi manni ekkert við. Eins og þessi færsla.
Þú þarft að æfa þig í að skoða veröldina út frá sjónarhóli annarra.
Matthías Ásgeirsson, 30.9.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.