Í kirkju

Þverá í Laxárdal (23) 

Nýlega fann Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, dýrgrip í nótnasafni kirkjunnar, sálm eftir Kristján skáld frá Djúpalæk.

Jón Hlöðver Áskelsson hefur gert við hann lag.

Sálmurinn heitir Í kirkju og kemur fram á nótnablaðinu að hann sé til brúks á kirkjuhátíðum.

Við ætlum að syngja þennan sálm næsta sunnudag í messu í Akureyrarkirkju.

Þá er heilmikið kóramót í kirkjunni.

Og ekki skal því gleymt að þá verður tekið við framlögum í söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir þau sem eiga erfitt vegna kreppunnar.

Sálmurinn er svona:

 

Hvar finnur sá í veðrum var

sem villtur gengur freðna jörð

og geig í brjósti ber?

Hvar leita skal á flótta för

að friði, er það hér?

 

Hvar fær hinn sjúki sárabót

og sorgarbarnið huggun þá

sem eigi blekking er?

Hvar finnur sekur sannan vin

og samúð, er það hér?

 

Hvar gefst þeim aldna athvarf tryggt

og ungum leiðsögn fram um veg?

Þeim von sem vonlaus er?

Hvar kynnist maður miskunn Guðs

og mildi, er það hér?

 

Hvar hlýtur órór andi svör

sem ævilangt um sannleik spyr

og efans byrði ber?

Hvar leita skal, um langa nótt

að ljósi? Það er hér.

 

Myndin er af Þverá í Laxárdal, tekin í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Kristján frá Djúpalæk hefur líklegast verið merklegur maður. Og gott djúpviturt ljóðskáld. Sálmurinn er alla vega fallegur þó ég sé ófróðasti maður í heimi á ljóð yfirleitt... ég tala ekki um sálma...

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 06:59

2 Smámynd:

Þetta er með þeim fallegustu sálmum sem ég hef séð. Vona að lagið klæði hann.

, 7.10.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband