Á rauðu ljósi

Copy of Fjordur2006 016

Ég lenti á rauðu ljósi en var að flýta mér heim í mat. Hafði ekki tíma fyrir þennan lit. Svipurinn á sessunautum mínum þarna á gatnamótunum gaf til kynna að þeir væru sama sinnis. Allir voru að flýta sér og þöndu bílvélarnar óþolinmóðir. Loksins kom gult og við létum græna ljósið ekki bíða eftir okkur.

Heimurinn krefst hraða og við erum undir lögmáli hans.

Við erum krafin um hraða, árangur, framlag og velgengni.

Margir brotna undan kröfum heimsins. Þjóðfélag hraðans krefst mannfórna. Það heimtar mannslíf.

Fólk keyrir út af hinum ýmsu vegum og meiðir sig eða lætur lífið.

Jesús Kristur talar um að ríki sitt sé ekki af þessum heimi. Hann starfar í heiminum og gefur okkur hlutdeild í veruleika sem er ekki af heiminum.

Við erum á rauðu ljósi en bílvélarnar hafa þagnað, dynurinn hljóðnað og asinn stillst.

Hurð fellur að stöfum og fyrir utan hana ólgar heimurinn.

Myndin: Fjöður í fjöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ég ákvað fyrir ári síðan að hægja á mér - minnka umsvifin - njóta betur andartaksins. E.t.v. tengdist þessi ákvörðun því að ég réð ekki lengur við lífið eins og það var en einnig er ég komin á síðari helmininn og langar bara að njóta þessa lífs sem mér var gefið. Og breytingin á líðan minni og minna nánustu er mikil og jákvæð. Því hvet ég alla til að lifa eins "hægt" og þeim framast er unnt. Lífið er til að njóta þess

, 7.10.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband