12.10.2009 | 21:34
Skrokkum skellt í gólf
Farandprédikarinn Benní Hinn kann tökin á því.
Fáum hann til að afgreiða vanhæfa stjórnmálamenn!
Látum hann takast á við Breta og Hollendinga!
Gerum Benní að yfirsaksóknara! Sá yrði ekki lengi að negla auðmennina og útrásarvíkingana!
Sendum Benní síðan á Bessastaði!
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir að Benní Hinn er maðurinn sem Ísland þarf!
Ljósmyndin að ofan er á hinn bóginn rétt rúmlega þriggja tíma gömul og er af bæjarfjalli okkar Akureyringa.
Athugasemdir
Sæll Svavar. Ég held ég skilji húmorinn í þessu hjá þér en er ekki að verða komið nóg af þessari vitleysu í okkur Íslendingum. Fara kannski íslenskir prestar að nota rafbyssur og stuða söfnuðinn í gólfið. Ég yrði ekkert voðalega hissa eins og ástandið er. Skemmtilegt myndband en frekar ógnvekjandi og ofbeldislegt. Myndin frá Akureyri sérkennileg, falleg en kuldaleg.
Með kveðju frá Spáni úr 30 ° hita kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2009 kl. 21:25
Sæll Svavar!
Ég veit ekki hvort þú trúir því eða ekki en ég fór á samkomu hjá Benní Hinn í Laugardalshöllina þegar hann var hér um árið. Og hann bað fyrir öllum út í sal og þá gerðist svipað,fólk datt aftur fyrir sig. Ég man enþá eftir þessari tilfinningu að geta ekki staðið í fæturna.Hvað varðar ráðamenn þjóðarinnar þá mæli ég með því að fá hann til að biðja fyrir þeim.Ekki veitir af!
Kærar kveðjur úr Garðabæ.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.10.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.