Að trúa og trúa ekki

DSC_0137 

Ég heyri því haldið fram að ein af orsökum hrunsins hafi verið sú að við vorum of trúgjörn.

Við vorum ekki nógu skeptísk og gagnrýnin.

Það má alveg til sanns vegar færa.

Við trúðum þeim sem sögðu okkur að allt væri í lagi.

Létum mata okkur á bullinu.

Samt gengur þessi kenning ekki alveg upp.

Komið hefur í ljós að hellingur af fólki varaði okkur við. Sagði okkur að hér væru hlutirnir alls ekki í lagi.

Ekki vorum við of trúgjörn á það fólk?

Nei. Þvert á móti.

Við hefðum betur trúað því. Kyngt því.

Spurningin er ekki hvort við trúum eða trúum ekki.

Spurningin er hverju við trúum.

Og hverju við trúum ekki.

Myndin er af glettilega eyfirsku fjalli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er misskilningur. Orsök hrunsins er óheiðarleiki og spillt hugarfar. Þá er ekki verið að tala um óheiðarleika fáeinna misindismanna heldur óráðvendni hinna mörgu. Líttu í hringum þig, kæri prestur. Þjóðarlösturinn blasir við hvarvetna, m.a. í miskunnarlausu okri, fákeppni og fjárplógsstarfsemi.  Í Reykjavík er ennþá verið að reyna að leigja einstæðu mæðrunum með ofvirku börnin sín kjallaraholur eða skítakompur undir súð fyrir 120.000 kr. á mánuði. Árum saman  velti meginþorri Íslendinga sér upp úr lánsfé erlendra sparifjáreiganda og af skoðanakönnunum að dæma vill meirihluti þjóðarinnar ekki greiða það fé aftur. Ef athugasemdakerfi bloggheima er einhver mælikvarði á andlegt ástand þjóðarinnar þarfnast hún  bráðrar geðrænnar aðhlynningar og sálgæslu.

caramba (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Rétt hjá þér, caramba, ég tek undir með þér. Þó er ég á því að ein af orsökum hrunsins sé sú að við trúðum vitlausum hlutum en trúðum ekki réttum.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.10.2009 kl. 13:42

3 identicon

Ég var sjálfur byrjaður að vara við hvert stefndi strax árið 2006 og bloggaði reglulega viðvaranir árið 2007 og 8, megnið af athugasemdum sem ég fékk voru frá blinduðu fólki sem gerði lítið úr áhyggjum mínum og viðvörunum þó að einn og einn hafi séð í gegnum gerningaþokuna og blekkingarleikinn, það voru þó algerar undantekiningar. Fékk maður yfir sig margar glósur um: öfund, paranoju, kommúnisma og annað ógáfulegt í þeim dúr.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Langar bara til að árétta að hjón eignast líka ofvirk börn. Það er ekkert sem bendir til að slíkt sé bundið hjúskaparstöðu, en sennilega er ofvirkni og athyglisbrestur ættgengt eins og margt annað sem einstaklingar þurfa að glíma við og ná tökum á.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.10.2009 kl. 14:25

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað á þetta eiginlega að fá að standa lengi?

 Spurningin er ekki hvort við trúum eða ekki trúum ekki.

Sem á mannamáli er: hvort við trúum eða trúum.

Með því að einfalda málið of mikið ertu búinn að snúa út úr því sem þú ætlaðir þér að fjalla um.  Þetta snýst ekki fyrst og fremst um trúgirni eins og ætla mætti af pistli þínum heldur gagnrýna hugsun sem þú nefnir líka til sögunnar. 

Við þurfum að bæta gagnrýna hugsun, kenna hana í skólum, jafnvel grunnskólum.  

Verst að sú gagnrýna hugsun þvælist fyrir öðru sem sumir vilja kenna börnum í skólum landsins.

Matthías Ásgeirsson, 15.10.2009 kl. 09:41

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka ábendinguna, Matthías. Þarna er auglljóslega einu ekki ofaukið. Hef leiðrétt það. En auðvitað er þetta spurning um trúgirni og gagnrýna hugsun. Það er mikilvægt að kunna að segja já á réttum stöðum og nei á röngum.

Svavar Alfreð Jónsson, 15.10.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Svo ég komi þessu rétt frá mér: Síðasta setningin átti að hljóma: "Það er mikilvægt að kunna að segja já á réttum stöðum og nei á réttum."

Svavar Alfreð Jónsson, 15.10.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband