20.10.2009 | 23:10
Hestar og prestar
Síđustu tvo daga hef ég veriđ á ekki ómerkari stađ en Skálholti. Ţar sótti ég námskeiđ um prédikunina. Kjalarnessprófastsdćmi hélt námskeiđiđ og prófasturinn, dr. Gunnar Kristjánsson, stjórnađi ţví.
Ţetta er ađ mig minnir sjöunda námskeiđiđ sem prófastsdćmiđ heldur um prédikunina.
Ađalfyrirlesari var dr. Willhelm Graeb, prófessor viđ Humboldt-háskólann í Berlín.
Hann var einn af kennurum mínum ţegar ég var viđ nám úti í Göttingen fyrir sextán árum.
Graeb fjallađi um mjög áhugavert efni, nýja trúarmenningu í mótun á tímum sem eru post-secular, eđa eftir-afhelgađir. Ţýski heimspekingurinn og félagsfrćđingurinn Juergen Habermas setti fram hugmyndina um eftir-afhelgađan heim. Eftir-afhelgunarferliđ er ađ hans mati nokkurs konar leiđrétting á afhelguninni. Trúarbrögđ og trúarleg samfélög eru ađ breytast en gegna engu ađ síđur mikilvćgu hlutverki.
Graeb sýndi nokkur dćmi um ţađ hvernig trúin birtist í menningunni. Sérstaka athygli fékk Babel, hin stórkostlega kvikmynd leikstjórans Gonzales Inárritu.
Fjórir prestar fluttu frábćrar prédikanir og útvarpsmađurinn geđţekki, Gunnar Stefánsson, spjallađi viđ okkur um prédikunina sem orđsins list.
Ég ţakka dr. Gunnari og hans fólki fyrir ţessi góđu og ţörfu námskeiđ.
Myndin: Á göngutúr í Skálholti hitti ég ţetta vinalega hross. Ţví fannst vanta meiri húmor í prédikun kirkjunnar.
Athugasemdir
Ern sjálfur ađ berjast viđ Jürgen Habermas núna! Slunginn kall međ góđar hugmyndir. :)
Baldur Gautur Baldursson, 21.10.2009 kl. 15:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.