21.10.2009 | 20:52
Bullandi skuld
Maðurinn hefur þörf fyrir kærleika. Hann hefur þörf fyrir að einhver hlusti á hann og taki þátt í kjörum hans með hluttekningu. Hann hefur þörf fyrir að einhver fylgist með honum, samgleðjist honum þegar sigrar vinnast og finni til með honum þegar illa gengur. Maðurinn hefur þörf fyrir að skynja hlýju úr hjörtum samferðafólks. Hann hefur þörf fyrir faðm sem fagnar honum og barm til að hvíla sig við og gráta hjá.
Afkoma þjóðarinnar ræðst af því hvernig þessi sammannlega þörf mannsins er uppfyllt.
Mesta skuldin er kærleiksskuldin. Ef við greiðum ekki þá skuld er illa fyrir okkur komið.
Ef við sýnum náunga okkar ekki hluttekningu, ef við gefum honum ekki athygli, ef við hvorki samfögnum honum né samhryggjumst, ef við lokum hjörtunum fyrir honum og bjóðum honum hvorki faðm né barm, þá verðum við skuldugri en sem nemur þúsund Icesaveskuldum og lendum í algjörum ruslflokki meðal þjóða.
Myndina tók ég uppi á Vatnsskarði í gær.
Athugasemdir
Falleg mynd, og falleg hugmynd líka.
Lissy (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:19
Við þurfum meira svona blogg. Glæsilegt!
Haraldur Haraldsson, 22.10.2009 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.