Vill einhver elska 49 ára gamlan mann?

 DSC_0185

49 ára afmælisdagur telst venjulega ekki til stórafmæla. Engu að síður finnst mér merkilegt að verða 49.

Þegar ég varð 48 átti ég svo sem ekki von á öðru en að verða 48 þótt maður geti aldrei verið öruggur um neitt. Eftir að ég varð 48 greindist ég með sjúkdóm og 49 ára afmælisdagurinn hvarf í þokureyk óvissunnar.

En allt gekk vel og nú er ég meira að segja í betra ástandi en þegar ég varð 48.

Ég hafði því góða ástæðu til að fagna í dag og vera þakklátur.

Ég fékk margar góðar gjafir. Samstarfskona mín í kirkjunni var svo vinsamleg að gefa mér tvær flöskur af sérinnfluttu pylsusinnepi frá Noregi. Besta sinnep í heimi.

Ég fékk yndislega geisladiska með færeyskum dægurlögum á íslensku og íslenskum slögurum á færeysku.

Mamma og pabbi gáfu mér bók um Jökulsárgljúfur eftir fyrsta landvörðinn í Þjóðgarðinum þar. Með gönguleiðum og vönduðu landakorti.

Vinkona mín færði mér æðislegan uppþvottabursta ásamt borðtusku í stíl.

Svo fékk ég laxaflugur hnýttar af Kalla mági en ég á enn eftir að veiða fyrsta flugulaxinn minn.

Síðast en ekki síst fékk ég heilan helling af góðum kveðjum á Facebook.

Ég tók mér frí eftir hádegið, sletti í form og smurði snittur. Þeir sem glöddu gamla manninn með heimsóknum fóru ekki svangir heim.

Líkurnar á því að ég nái 50 ára aldrinum hafa aukist þótt ekkert sé "fast í hendi" svo notaður sé frasi frá stjórnmálamönnunum og því sé "haldið til haga" svo notaður sé annar frasi úr sömu herbúðum.

Alla vega er styttra í öldina hálfu í dag en það var í gær.

Ég tók á móti 49 ára afmælisdeginum í auðmýkt.

Í tilefni dagsins birti ég mynd sem ég tók nýlega í Vatnsdalnum, þeim dýrðarstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gaman að heyra..Gamli segir þú..Ég er rúmlega sextug og mér finnst ég ung. Svolítið rugluð eflaust. Gangi þér allt í haginn í þínu stríði vinur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með afmælið ungi maður. Ég verð 65 ára eftir áramótin og tel mig vera á besta aldri til að gera hvað sem er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

49 er góður aldur.  Til hamingju með afmælið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Til hamingju með daginn vinur. Þú ert alveg að ná mér. Þú nefnir geisladisk með færeyskum lögum á íslensku og omvendt. Ég bjó í Færeyjum í ellefu dásamleg ár. Norðureyingurinn hann Jógvan ( ó er borið fram e ) litli  Hansen er að gera góða hluti. Bestu kveðjur úr Grundarfirði.

Þráinn Jökull Elísson, 30.10.2009 kl. 03:54

5 identicon

Til hamingju með daginn félagi - ég næ þér á næsta ári

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:09

6 identicon

Til hamingju med daginn Svavar og ekki finst mer thetta har aldur :-)

Eg er 71 og mer finnst eg ekki vera gamall :-)

Bestu kvedjur til thin og thinna

Islendingur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 09:30

7 identicon

Til hamingju með afmælið og gangi þér vel. Ég er oft búin að skemmta mér vel af blogginu þínu.. takk takk

Anna Dóra Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:41

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vill einhver elska 49 ára gamlan mann?

Til hamingju með daginn.

Er ekki varasamt að spyrja svona í ljósi stöðu fyrirspyrjanda?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.10.2009 kl. 15:34

9 Smámynd: josira

Sæll Svavar Alfreð, ég kem hér óvænt inná þessa fallegu og skemmtilegu síðu og langar mig að óska þér til hamingju með afmælisdaginn í gær. Megi lán og lífssins lukka fylgja þér og þínum um ókomin ár.

josira, 30.10.2009 kl. 18:21

10 Smámynd:

49 ára er mjög góður aldur - kannast svo vel við það

, 30.10.2009 kl. 20:14

11 identicon

Sæll Svavar Alli - Þakka þér allt gamalt og gott og bið að heilsa þínu góða fólki. Til hamingju með afmælið þú ungi maður - veit að þú munt yngjast með hverju árinu - eftir að hafa fengið að gjöf viðvörun og milkilvæga reynslu - kv. jel

Jón Ellert (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 20:51

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Síðbúin afmæliskveðja til þín Svavar, þið skólabræðurnir þú og Hemmi eruð nánast jafngamlir, hann á 15. nóv.Ég held að hann hafi sjáldan eða aldrei verið hressari nú rétt við sín ´tímamót!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2009 kl. 21:34

13 identicon

Hvað er svona ungur drengur að gera hér, var mér hugsað, þegar við hittumst fyrst í Hjarta-leikfiminni. Enn ertu sami ungi drengurinn og til hamingju með það !

þórunn S. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband