Mæðuvarnir kirkjunnar

Skálholt 2009 

Í fyrra, þegar hrunið var nýskollið á, sögðum við í Akureyrarkirkju mæðunni stríð á hendur og efndum til samvera undir yfirskriftinni Mánudagar gegn mæðu.

Nú ætlum við að byrja með þessar samverur aftur og hefjum leikinn á morgun, mánudaginn 9. 11., kl. 20 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.

Andlegir hæfileikar verða til umfjöllunar.

Corinne Dempsey, prófessor í trúarbragðafræðum við háskólann í Stevens Point í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur rannsakað andlega hæfileika á Indlandi og ritað bækur um efnið.

Undanfarna mánuði hefur hún dvalið hér á Íslandi við rannsóknir.

Á samverunni ætlar hún að bera saman fyrir okkur andlega hæfileika á Íslandi og Indlandi.

Fyrirlesturinn verður endursagður á íslensku.

Í kaffihléi syngja ungar stúlkur úr tónlistarstarfi Akureyrarkirkju við undirleik Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, organista.

Eftir kaffi svarar Corinne fyrirspurnum og spjallað verður um efnið.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Myndin er tekin nálægt Skálholti 20. 10. 2009. Ég er alltaf hálf áttavilltur þarna en held að flórsykruð fjöllin séu nokkurn veginn í norðvestri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Flott framtak. Þið bætið svo við:
"Þriðjudagar til þægðar" fyrir bæn og íhugun,
Göngu- og útivistarhópur heldur "Miðvikudagar í móa"
"Frómir fimmtudagar" huga að samfélagsvinnu og góðgerðarstarfi

Ég er ekki komin með föstudagsprógrammið á hreint ;-)

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.11.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband